30.3.2008 | 19:46
Berliner Weiße mit Schuss
Annar dagur minn in der Stadt að kveldi kominn. Skyndilega er ég orðin 2 klst á undan ykkur greyjunum á Fróni því í dag var skipt yfir í sumartíma. Mér finnst mjög skemmtileg tilviljun að upplifa þetta..hviss bamm búmm og ein klst í lífi mínu horfin eins og veturinn. Dagurinn í dag var annars mjög rólegur og ég bíð eiginlega bara eftir því að fara í skólann á morgun.
Í gær hitti ég hina píuna sem býr hérna, þó ekki herbergisfélagi minn. Hún heitir Marianna, er frá Kólumbíu og ósköp indæl. Eftir kvöldmat fór ég út með henni og ihre Freund von Russland (rússneska vini hennar), Anton heitir hann. Hann talar þýsku með sterkum rússneskum hreim sem í fyrstu var ansi erfitt að skilja. Þau voru annars bæði überrascht (hissa) á því hvað ég var dugleg að skilja og tala svona fyrsta daginn minn...mjög stolt af því að geta nokkurn veginn haldið uppi samræðum. Við fórum á ansi notalega rússneska Kneipe (knæpu) þar sem ég gerðist svo fræg að smakka Berliner weiße mit Schuss. Það er bjór (algjört piss) sem er bragðbættur með rauðu eða grænu sírópi sem gerir það að verkum að hann fær á sig rauðan eða grænan lit. Þar sem reykingar eru að sjálfsögðu leyfðar í Þýskalandi var knæpan þessi svo reykmettuð að mig var farið svíða í augun þegar leið á kvöldið! En lét það ekki á mig fá því þetta er hluti af menningunni og ég er hér til að upplifa hana. Frá þessari Kneipe héldum við á Potsdamer Platz (http://en.wikipedia.org/wiki/Potsdamer_Platz) og þaðan að Reichstag (þinghúsið) Mjög gaman að upplifa Berlín á laugardagskvöldi og efast ég ekki um að margir hefðu gaman af því að skella sér út á lífið hér í borg. Mér finnst það alltaf jafn fyndið að fólk geti labbað inn í næstu sjoppu, keypt sér lottó og kippt einni viskíflösku með í leiðinni. Þetta var annars mjög áhugavert kvöld og gaman að vera búin að eignast einhverja kunningja :)
Í dag var veðrið með skárra móti (enda kominn sumartími) svo ég tók strunsarann á þetta og labbaði alla leið að Checkpoint Charlie. Það var eini staðurinn þar sem hægt var að fara á milli austurs og vesturs þegar múrinn stóð. Ansi áhugavert..skelli mér á safnið þar später (seinna). Ahh já á Potsdamer Platz eru líka leifar af múrnum..ótrúlega skrítið að sjá þetta svona mit eigenen Augen (með eigin augun). Er samt nokkuð ánægð með hvað ég er farin að rata mikið.. en það er svo sem ekki erfitt að rata á þessa aðalstaði. Líka auðvelt að komast heim, svo lengi sem ég sé Fernsehturm, hann gnæfir yfir allt svo ég labba bara í áttina að honum ;)
Etwas sonstiges (eitthvað fleira)..jájá "amma" dekrar við mann í bak og fyrir, þetta er eins og á 5 stjörnu hóteli. Í herberginu mínu er alltaf vatn, safi, ávextir og hún býr um rúmið mitt og alles. Þegar ég kom heim í dag var m.a.s. diskur með smákökum..hehe hún er ótrúlega indæl. Hún býr líka til nesti fyrir mann fyrir skólann, m.a.s. líka Anton þó hann búi ekkert hérna. Svo er bara snilld að hlusta á hana skamma hundkvikindið: "Kessy, geh raus! Kessy, nein! Kessy, komm hier! Kessy!!!"
Þýskir sjónvarpsþættir eru svo fyndnir að ég veit ekki hvað ég á að segja um þá. Ég sá þátt um daginn sem heitir "Ich Tarzan, du Jane" sem er nokkurs konar Idol nema pör syngja ástarlög og tilfinningin sem þau leggja í það skiptir gríðarlegu máli. Áðan var ég síðan að horfa á þátt sem heitir "Nur die Liebe zählt". Ég get nú eiginlega ekki sagt frá þeim þætti án þess að skella upp úr svo það verður saga til seinni tíma.
Jæja...ég er búin að vera rosa dugleg að blogga..ætla ekki að vera svona dugleg á næstunni en mér finnst samt afskaplega gaman að fræða ykkur um lífið í Deutschland :)
Bis später,
Lara
p.s. Hehe, tala dagsins: ahaha löngu búin að tapa tölunni..hvað eruð þið að segja að Þjóðverjar séu ljótir? Þið hafið bara ekkert horft í kringum ykkur! ;)
Athugasemdir
hef svo margt að segja að ég gleymi alltaf einhverju...ætlaði bara að segja að það er bannað að lesa nema kommenta, þessu er sérstaklega beint til meine Eltern sem ég gruna um að lesa án þess að láta nokkuð í sér heyra ;)
Lára Sigurðardóttir, 30.3.2008 kl. 20:02
Hæ Lára,
Kíktu á fyrsta bloggið þitt, ég setti þar inn aths. sem átti að lenda hér.. semsagt hitti ekki...
Annars hver sagði að þýskarar væru ljótir... langt frá því.. en ekkert að koma heim með þýskan kall.... nemann eigi vínekrur og kastala.
kv. kob
Jakob Kristinsson, 31.3.2008 kl. 01:44
Nur die Liebe zählt bwahaha eitthvað svipað og Sturm der Liebes? Mig langar að koma til þín! Það er er miklu skemmtilegra hjá þér en mér... en ég er þó loksins mætt aftur til vinnu.
Elín (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 12:00
Ó en ljúft blogg :) ég þakka fyrir allar þýðingarnar gerði bloggið mun skemmtilegra fyrir svona fransbrauð eins og mig ;)
Ég leyfi mér að taka þá fullyrðingu mína, hvað varðar fegurð þjóðverja, til baka. Ég mundi það núna að ég hef kynnst einum myndalegum þjóðverja, en ég vill þá bara trúa því að þeir myndarlegu haldi sig innan þýskalands ;) sem er bara frábært fyrir þig.
En hvað varðar innflutning á útlendum karlmönnum mæli ég ekki með, ég segji þér betur frá því í sumar yfir bjórdollu :) Enda veistu að enginn nema íslendingur er samþykktur inní klaustursættina, helst að hann sé ættaður frá öðrum sveitabæ úr sveitafélagin ;)
Jæja, góðar stundir ... nú er málið að snúa sér til baka að lærdómsbókunum.
Magga (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 13:38
Hallo wurst Mädchen = P Das Leben ist ja gut gehen? (grín með pUlsuna haha)
Gaman að sjá blogg hjá ykkur Tinnu..það gerir það svo auðvelt að heyra fréttir ;P Þetta hljómar alveg æðislega gaman og hlakka til að lesa fleiri blog. Og JÁ ÞAÐ VÆRI EKKI VERRA AÐ SKELLA SÉR Á DJAMM Í BERLÍN hahaha!
Núna langar manni bara að fara að ferðast. Jæja stúlkukind..Beste Grüße aus der Eiswürfel und Deutschland genießen =)
Inga linga (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 18:35
Sæl Lára mín.
Gott að þú er ánægð hjá ömmu í Berlin og þér gengur vel ,amma og afi í Holti biðja að heilsa. Gaman að lesa bloggið þitt ég vildi gjarnan vera með þér að skoða söfn og borgina með þér. Pabbi biður að heilsa. KV. mamma
Anna Harðardóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.