In Berlin streikt man wenn man unzufrieden ist!

Hallo meine Lieblinge,

Ég sé að einhverjr apakettir þarna heima hafa gaman af ævintýrum mínum í Berlín svo ég ætla að halda áfram að gleðja hjörtu ykkar. Þetta er líka ágætis dagbók fyrir mig..ég myndi fljótt fara að rugla saman dögum ef ég skrái þetta ekki allt niður. 

Í dag var fyrsti skóladagurinn minn, sól skein í heiði og ég bara nokkuð sátt með lífið. Ég og Marianna fórum í skólann rétt fyrir 9, hann er í lítilli götu sem heitir Novalistraße. Ósköp notalegur og andrúmsloftið afslappað. Ég byrjaði á því að fara í Einstufungsprüfung (stöðupróf) og viðtal þar sem ég var spurð um hagi mína og þýskukunnáttu. Komst, að ég held, klakklaust í gegnum þetta því niðurstaðan var að ég var sett í Stufe C1 sem þýðir að ég er rosagóð í þýsku :) Allavega er ekki hægt að fara hærra en C2 svo ég kann greinilega eitthvað. Síðan var mér skellt inn í bekkinn minn sem samanstendur af Kínverjum, Könum, Svisslendingum og Frökkum. Þau eru öll búin að vera þarna lengi og vinna sig upp í C1...bara búið að taka Kínverjana 4 mánuði að komast á sama stig og ég er á eftir 3 ár af þýskunámi. Mæli því eindregið með því að fólk fari í svona málaskóla ef því langar að læra tungumálið almennilega. Annars fannst mér ég ekkert kunna þegar við fórum að vinna verkefni..ekki vön því að sitja í þýskutíma og finnast ég vitlaus :/ Orðaforðinn er pínuvandamál en ég er að vinna í þessu ;) En annars virðast bekkjarfélagar mínir fínasta fólk og góður andi í hópnum.9

Eftir skóla (kl. 12:30) fór ég í bókabúðaleiðangur niður Friedrichstraße (ein af verslunargötunum) til að kaupa kennslubókina. Eftir nokkur innlit fann ég loks risabúð sem ég get ekki munað nafnið á: Hogenbogel...Hugendopel eða e-ð svoleiðis.hehe. Þau áttu bara lesbókina en ég er svo dulleg að ég gat átt samræður við afgr.dömuna um þetta vandamál og pantað bókina sem ég get náð í á morgun :) Þetta flokkast algjörlega sem afrek dagsins. 

Veðrið í dag var æðislegt, algjört sumarveður og ég er ekki frá því að mitt föla fés hafi lifnað örlítið við í sólinni. Eftir búðaleiðangurinn fór ég á Gendarmenmarkt sem er gullfallegt torg með hvorki meira né minna en tveimur kirkjum andspænis hvorri annarri. Ég ætlaði síðan að líta inn í Der Dom, stærstu kirkjuna hérna, en þá var hún lokuð til kl. 18:00 og kannski ágætt því veðrið til þess fallið að vera úti og rölta. Ég er ekki enn búin að fara inn á þessu milljón söfn hérna í grenndinni en mun nota fimmtudagana í það, þá er frítt inn síðustu 4 klst. af opnunartímanum. Reyndar rak ég nefið inn á Guggenheimsafnið því þar var frítt inn í dag og þar að auki verk tengd Íslandi til sýningar. Get þá farið þangað á mánudögum ef heimþráin skyldi gera vart við sig :) 

Já, það er sko margt að gera í Berlín svo ég er fegin að hafa sex vikur framundan til að njóta hennar til hins ýtrasta. Líka fínt að hafa "ömmu" og Mariönnu sem geta gefið manni góð ráð um die Sehenswürdigkeiten (uuu þetta þýðir beint "þess vert að sjá það" en í orðabók merkisstaðir).

Hehe ætti kannski að útskýra fyrirsögnina :) Það er nefnilega svo að þeir sem starfa við samgöngukerfið hérna (og reyndar allir þeir sem starfa í opinberri þjónustu) eru óánægðir með kaup og kjör og hafa því farið í verkfall af og til að undanförnu. T.d. eru líkur á einu slíku á morgun svo þeir sem treysta á U-Bahn (subway-ið), strætó eða Straßenbahn eru í veseni. S-Bahn er ekki hluti af þessu batteríi svo fólk kemst einhvern veginn leiðar sinnar. Annars er das Fahrrad (reiðhjól) ansi vinsælt hér sem og tveir jafnfljótir. Þess vegna er ég alveg hætt að hræðast át á "Brötchen" daginn út og inn..ég labba örugglega meira en 10 km á dag.

Jæja þetta er orðið ágætt í dag, 

Die Lara

P.S. Jájá löngu hætt að telja og ég lofa að koma ekki með einn heim ;) Ég ætla samt að búa til nýtt p.s. grín sem ég kýs að nefna Furðusjón dagsins: Skærbleikur Trabant og "nýnasista" gengið sem heldur til á Alexanderplatz með stóran hóp af hundum. Þau er alltaf þarna þegar ég tölti yfir torgið sem er frekar oft...verrückte Leute (klikkað fólk).


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Lára mín

Meiriháttar gaman að lesa bloggið þitt, gangi þér sem allra best

Kveðja frá afa

Hörgslands-amman þín

Ólafía Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 20:32

2 identicon

Nýnasistar!!! =O

Myndi maður ekki halda að þeir yrðu skotnir á stundinni í dag...maður segir bara svona

Gaman að fá tvö blogg á einum degi hahaha ;) 

Inga (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 23:00

3 identicon

já góðan daginn!Ö??!@#"$

jæja þetta var svo andskoti langt að ég bara nennti ekki að lesa það en jájájaá!gaman að því.  Ef þú heldur þig við 3 setningar lágmark í hverju bloggi þá nenni ég kannski að lesa það.

mundu eftir Masskrug!!

bob saget (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 23:07

4 identicon

Hæ sæta:) ..hehe þú ert greinilega að skemmta þér þarna og býrð vel. Svolítið öðruvísi en hjá mér samt claro:) ..keep up the blogging;p

Tinna (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 12:59

5 identicon

oh þú ert svo klár! ...enda systir mín!  Hilsen pilsen

Elín (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 15:30

6 identicon

Sko ef þú nærð engum lit þarna í berlín þá er sérstök stilling á nýju flottu myndavélinni minni sem kallast "darker skin tone" maður lítur alltaf út fyrir að hafa verið í sólinni þann daginn :D haha. Þannig við tökum bara eina "darker skin tone" mynd af þér þegar þú kemur heim ;)

Magga (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 15:33

7 identicon

Hæ gella, þú verður eiginlega að blogga á hverjum degi - ég er svo forvitin sjáðu til! Btw. Helduru að það eigi ekki að fara að troða okkur í gráu icelandairhotels dragtirnar hérna í bókunardeildinni...  klikkað fjör á klakanum! Farðu svo að blogga... þú verður að hafa smá blogg stund fyrir svefninn á kvöldin.  btw hver í helv er sá sem segist heita bob saget?  ég bara spyr...

Elín (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 17:20

8 identicon

hehe sei bitte ruhig meine liebe Schwester..bob saget, ég hef sterkan grun um að þetta sé Atli eða Kiddi þar sem ég er minnt á masskrug ;)

Lára (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 18:05

9 identicon

[img]http://www.chicagogigs.com/images/content/bob-saget5257675.jpg[/img]

Bob Saget (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband