Die sind nicht nacken, nur barfuß bis unter die Arme...haha

Guten Abend,

Ég verð greinilega að standa mig í stykkinu og blogga þar sem fólkið heimtar fleiri gamansögur til að lyfta sér upp í grámyglunni fyrir norðan. Verð að viðurkenna að þreyta kom í veg fyrir blogg í gær svo það verður bara tvöfalt lengra í dag....ef ég man eitthvað hvað ég gerði í gær :/

Hmm... annar skóladagurinn var ágætur. Við komumst leiðar okkar í skólann án vandkvæða þar sem verkfallið góða stóð víst ekki nema í 30 mín...ágætis verkfall það. Í skólanum gerðist svo sem ekki margt, ég reyndi að vera dugleg að tala og það gekk svona lala...er allt að koma. Skóladagurinn var til 14:30 í gær því ég er í svokölluðum Intensiv-Kurs. Þá erum við til 14:30 á þri. og fim í stað 12:30. Alls ekki langur dagur, þetta eru bara tveir 90 mínútna tímar með 30 mínútna pásu. Því nægur tími til að leika.  Eftir skólann hélt ég svo niður Friedrichsstraße að Hugendopel (Hogenbupel?..dubel?..bopel?) til að kaupa blessuðu bókina. Jájá ég mæti þarna með minn miða og segist hafa pantað hér bók. Afgr.daman nær í bókina mína og segir svo með glettnum svip: "Sie haben ein ganz ausgewöhnlicher Name." Sem þýðir: "Þér berið ansi óvenjulegt nafn." Ég kinkaði kolli og svaraði því til að ég væri bara íslensk..ekki asnaleg. 

Frá Hugendopel ákvað ég að skella mér til "Vestur-Berlínar". Ég var ekkert búin að fara þangað þar sem það er úr göngufæri og mein Monatskarte (mánaðarmiði fyrir allt samgöngukerfið innan Berlínar) gildir bara í apríl. Ég er of löghlýðin til að svindla mér í lestina (nema einu sinni í skólann fyrsta daginn)..það er samt frekar auðvelt því þú þarft hvergi að sýna miðann þinn eða fara í gegnum e-ð hlið eins og í París. En betra að hafa hann við höndina ef óeinkennisklæddir "miðaverðir" skyldu verða á vegi þínum. Allavega, "Vestur-Berlín" var áfangastaðurinn og ég stökk út úr S-Bahn hjá Zoologischer Garten (dýragarðurinn..með Knut). Þó það sé kannski fáránlegt að segja það, þá fannst mér ég komin í aðra borg. Þarna var BRJÁLUÐ umferð, enginn sósíalistískur arkítektúr og miklu fleiri Tyrkir....(ekki að ég hafi e-ð á móti þeim). Ég byrjaði á því að skoða Kaiser-Wilhems-Gedächtniskirche, eða það sem er eftir af henni því hún var því sem næst eyðilögð í 2. Welt Krieg (seinni heimsstyrjöldinni). Haha...æ nú byrjar grínið. Þegar hér er komið við sögu var ég orðin ansi hungruð og sá þarna rétt hjá Imbiss (lítill bás, vagn eða hvað það nú kallast sem selur pylsur, döner kebab, drykki eða e-ð svona sull til að grípa með sér) sem seldi Curry-Wurst. Ég var semsagt hugrökk og fékk mér Curry-Wurst. Mæli ekki með því, þetta eru ógeðslegir pylsubitar sem drekkt er í tómatsósu og karrý (og að sjálfsögðu Brötchen með). En ágætis lífsreynsla þó maginn hafi verið í hnút.

Næst ætlaði ég að rölta niður Ku'Damm (risaverslunargata) en satt best að segja þurfti ég að rölta um nokkrar götur til að finna hana, því allar göturnar þarna í kring voru risastórar með fullt af búðum. En það hafðist að lokum og ég labbaði eins langt niður Ku'Damm og ég nennti, sem tók ca. klst. Fer aftur þarna að versla þegar (ef) að krónan kemst einhvern tímann í lag. Fann líka götuna sem ég ætla að búa á þegar ég verð stór, eða búin að giftast ríka Þjóðverjanum sem á vínekru og kastala. Hún heitir Fasanenstraße, er rétt hjá Ku'Damm en svo róleg og yndisleg að ég missti andann um stund. Ótrúlega krúttleg gata. Man ekki hvað ég gerði meira í gær...var amk. þreytt eftir alla gönguna og góða veðrið (svo ég nennti ekki að blogga)

Í dag var ömurlegt veður, rigning og sól til skiptis. Í skólanum lærðum við orðaforða über sjónvarpsefni o.s.frv. Mér fannst ég geta talað meira en í gær svo ég vona að það haldi bara áfram þannig. Ég þurfti líka að halda smá tölu um íslensk nöfn þar sem einn kennarinn er sehr interessiert für isländisch (hefur mikinn áhuga á íslensku). Voða gaman að því. Eftir það tók ég S-Bahn að Potsdamer Platz, er nokkuð góð í því að finna rétta brautarpalla þó þetta sé soldið flókið enn þá. Ætlaði að skoða mig aðeins þarna um í nágrenninu þar sem eru söfn og kirkja sem að utan lítur út fyrir að vera gömul og merkileg en þegar inn er komið...isspiss..ekki einu sinni gömul. En þá kom Regenschauer og ég varð hundblaut, ákvað hvort eð er að geyma söfnin til einhvers fimmtudagskvöldsins þegar frítt er inn. Ágætt að spara þessar 5 evrur í e-ð annað. Blaut og hálffúl hélt ég heim en var fljótt farin út aftur því sólin byrjaði allt í einu að skína. 

Fór í Der Dom og það eina sem ég get sagt um hana er VÁ! Ekkert smá falleg kirkja og riesengroß (risastór). Eyddi dágóðum tíma í að taka myndir og vera nörd, glápandi á súlurnar og ýmislegt sem ég lærði um í listasöguáfanganum hérna í den. Það er líka hægt að fara upp í die Kupel (hvolfþakið) og þaðan er ágætis útsýni yfir borgina. Eftir þessa áhugaverðu skoðunarferð var byrjað að rigna aftur svo ég leitaði skjóls á Starbucks á Alexanderplatz sem ég hef nú tekið ástfóstri við. Aaaa gleymdi annarri mikilvægri matarlífsreynslu. Á Alexanderplatz stendur markaður, eiginlega Flohmarkt (flóamarkaður) en er þarna vegna páskanna (þó þeir séu löngu liðnir). Á þessum markaði er hægt að fá ýmislegt að eta og þar á meðal Wurst af ýmsu tagi. Næst á smökkunarlistanum var Rostbratwurst. Hún var nú aðeins skárri en karrý-gumsið en hvað útlitið varðar er þetta eiginlega eins og "tissemand" í brauði. Jæja, þegar stytti upp rölti ég yfir í Nikolai-Viertel sem er elsti hluti Berlínar. Ef ég get ekki búið í Fasanenstraße þá ætla ég að búa þar, gamalt og krúttlegt hverfi sem stendur við der Spree (ána sem liggur í gegnum borgina).

"Amma" er söm við sig, hefur áhyggjur af því að maturinn sé ekki góður, of saltur o.s.frv. Áhugaverðar umræður við morgunverðarborðið í morgun, hún fræddi okkur um efnahag Þýskalands og hvernig ríkisstjórnin er búin að "leysa" vandamálið með Arbeitslosigkeit (atvinnuleysi). Ef ég skildi hana rétt þá borga þeir fólki 1,50 evrur fyrir 8 tíma vinnudag (sem sagt bætur) en taka þau samt af skrá yfir atvinnulausa og segja svo: Haha sko hvað við erum sniðugir, tölur yfir atvinnulausa hafa lækkað, við erum búnir að redda þessu. Svo sagði hún okkur líka aðeins frá lífinu í DDR (Austur-Þýskaland). Hún er fædd og uppalin í Austur-Berlín og búin að búa á Karl-Marx-Allee í 40 ár svo hún veit hvað hún er að tala um. Svo bætti hún við í enda sögunnar: "Ich bin doch kein Kommunist wenn ihr das glaubt!" og hló. 

Ahaha já ég er að gleyma alveg ótrúlega fyndnu atviki. Í dag rak ég nefið inn í Galeria Kaufhof sem er risastór verslun hérna á Alexanderplatz, eiginlega Hagkaup nema "fancy" og sehr teuer (dýrt). Kemur þá ekki að mér ung dama og spyr hvort ég vilji taka þátt í Marktforschung (markaðskönnun). Uuu sagði henni að ég væri nú ekki þýsk en henni var das völlig egal (alveg sama) svo ég, ófær um að neita, tók þátt í markaðskönnun um Galeria Kaufhof sem ég hafði aldrei áður stigið fæti inn í. Þetta var ansi fyndið enda hlógum við báðar allan tímann, en ágætis æfing í þýsku :)

Jæja þetta er orðið ágætt, kannski best að reyna að læra e-ð fyrir svefninn...:/

Bis morgen,

Klára 

 p.s. Furðusjón dagsins: Sjónvarpsauglýsing fyrir lyf gegn Verstopfung (harðlífi). Mein Gott im lieber Himmel, þetta var bara of fyndin auglýsing!

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Sigurðardóttir

Gleymi alltaf einhverju..ætlaði að útskýra fyrirsögnina fyrir þá sem eru ekki þýskumælandi: "Þau eru ekki nakin, bara berfætt upp að handarkrika." Þetta stóð á póstkorti sem ég sá í gær..voða fyndið. Hljómar samt betur á þýsku..ja?

Lára Sigurðardóttir, 2.4.2008 kl. 19:56

2 identicon

Hæ Lára var að reyna að skrifa í gestabókina held að það hafi ekki virkað ætlaði bara að láta vita að við erum að fylgjast með

Mamma Tinnu.

mamma Tinnu (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 22:41

3 identicon

maður er alltaf jafn spenntur að lesa bloggin hjá ykkur málnemunum >)

Hljómar ótrúlega gaman..spennandi lífsreynsla ;)

Haltu áfram að blogga Champagner Frau ;) Bis später, Inga.

Inga (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 23:41

4 identicon

þetta er það sem ég er að tala kona! sorry frík-átið hérna áðan - leiddist í vinnunni - var að deyja úr hausverk og alllllltof mikið að gera. Æðipæði hvað það er gaman hjá þér og hvað þú ert ógeð duglega að spjalla við fólk. Vantaði þig soldið áðan - Höddi var að láta mig þýða einhverjar teikningar að rafmagnsdraslinu í Dalton rútubrakinu af þýsku sjáðu til. Þó ég sé rosa góð í þýsku (ehemm ) þá var þetta aðeins of mikið kjaftæði fyrir mig og ÞÚ ERT MEÐ ORÐABÓKINA MÍNA í einhverju kassa einhver staðar Svosem ekki eins og mig vanti hana á hverjum degi. Bis bald!

Elín (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 00:02

5 identicon

btw. good damn hvað það er fyndið að reyna að þýða eitthvað á Babel fish - virkar ekki beint

Elín (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 00:03

6 identicon

heyrdu ja sko..ordabokin er herna med mer i Berlin :) allavega litla gula, hin er heima...

Lára (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 08:34

7 identicon

Gaman að fylgjast með þér;)

Endilega halda áfram dugleg að blogga.

Þú ert nú aldeilis heppin að hafa lent á svona góðu heimili..

Hafðu það sem allra best:)

kv. Bjarni Freyr

Bjarni Freyr (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 11:56

8 identicon

Já maður verður svolítill nörd í kringum svona flotta staði, væri svo til að sjá allt sem þú ert að sjá líka;) ..markaðskönnun..ahahaha:p ..hafðu það gott:)

Tinna (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 18:22

9 identicon

moin moin ;)

Gaman að fylgjast með þér Lára mín....manni dauðlangar nú bara aftur til Þýskalands þegar maður er að lesa um ævintýri þín....;)

Farðu vel með þig ;*

Tschuss :) 

Heiðrún (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband