Es gibt Männer, die eine anziehende Wirkung haben.

Guten Abend..ein wirklich shöner Tag heute..ja?

Að minnsta kosti hjá mér.  Veðrið lofaði ekki góðu í morgun, skýjað og rigning en það rættist úr þessu og þegar skólanum var lokið var sólin farin að skína. Skóladagurinn var annars ansi skemmtilegur, litla orðin dugleg að tala og loksins eitthvað af viti farið að koma út úr henni (af viti=skiljanleg þýska). Í fyrsta tímanum af þremur vorum við að læra um Lebenshaltungskosten (mánaðarleg útgjöld til að lifa). Kennaranum fannst ansi sniðug hugmynd að láta okkur reikna út okkar eigin mánaðarútgjöld. Hehe í samanburði við Berlín og Nebraska kom Ísland ansi illa út. Ég slumpaði nú bara á útreikningana og miðaði við að evran væri 100 kr. en þeim fannst algjör geðveiki að lífið kostaði mig 1000 evrur á mánuði Sem er svo sem satt miðað við tölurnar sem komu frá hinum..greinilega ódýrt að vera til í Nebraska.

Í hinum tímunum horfðum við á ansi skondna þýska mynd sem heitir "Sonnenallee". Hún fjallar um líf unglingsstráks í byrjun 7.áratugarins sem býr í Austur-Berlín. Hann býr í götunni Sonnenallee sem var bæði í Austur-og Vestur-Berlín því múrinn stóð í gegnum miðja götuna. Allavega..nokkuð gaman að þessari mynd þó hún sé kannski ekki trúverðugasta heimildin sem hægt er að finna um lífið í DDR.

Eftir skóla gerði ég ekki margt því ég var ekki búin fyrr en 14:30 og ætlaði að fara snemma heim í kvöldmat því á fimmtudagskvöldum er frítt inn á ríkisreknu söfnin (sem eru þessi stærstu og bestu svo um að gera að nýta sér þennan möguleika). Aaa já..alltaf ég að deila með ykkur reynslu minni af þýskum skyndibita en íverkefni dagsins var Döner-Kebab. Get ég með sanni sagt að döner er algjörlega málið..schmeckt sehr gut, ja :) Síðan gerðist ég über-túristi, keypti nokkur póstkort og settist á Starbucks að skrifa krúttlegar kveðjur til nokkurra útvalda. Svo einhverjir geta átt von á gleðilegri póstsendingu á næstunni :)

Í kvöldmat fékk ég "Schweinebraten". Þeir sem hafa lært þýsku kannast væntanlega við þetta úr kennslubókunum..ég notaði þetta orð á öllum prófum og verkefnum þar sem ég þurfti að skrifa um mat. "Ich bezahle den Schweinebraten und das Glas Rotwein." Sehr gut, ja...schmeckt gut. Þegar ég var búin að borða komu Marianna og systir hennar sem er í heimsókn heim. Við ákváðum að vera bara samferða í safnaleiðangur og var ferðinni heitið á Jüdisches Museum. Því miður var verið að loka þar þegar við komum en við strunsuðum þá bara yfir á Checkpoint Charlie sem er rétt hjá. Það var ansi áhugavert safn, mikið að lesa en já, áhugaverðar upplýsingar um hversu langt fólk gekk til að komast yfir til Vestur-Berlínar...ganz schrecklich (frekar hræðilegt).

Hmm eiginlega gerðist ekkert fleira í dag, bara rólegur og góður dagur. Þó það sé asnalegt að segja það en þá er þetta fyrsti dagurinn sem hugsunin "Vá þetta er of erfitt!" kom ekki upp í kollinn á mér. Samt engin Heimweh en eins og fólk segir þá er tungumálið lykillinn að öllu. Nú þegar ég er farin að geta tjáð mig betur þá er maður miklu kokhraustari. Gaman að þessu :)

Mit herzlichen Grüßen,

Lára klára

p.s. Furðusjón dagsins: Útvarp í tannkremstúpu. Já ansi margt þarna á Checkpoint Charlie safninu...;)  Útskýring á fyrirsögn dagsins: Þetta sá ég líka á póstkorti. Það fylgdi þessu sko myndasaga. Á fyrstu myndinni er nakin kona og maður kemur gangandi í áttina til hennar. Hann er ansi ljótur greyið svo á næstu mynd er hún búin að skella sér í föt. Þetta þýðir sem sagt: Það eru til menn sem hafa þau áhrif að þú klæðir þig í (hehe maður myndi kannski bara kalla þetta "öfug áhrif"). 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já dýra Ísland maður!!! ..var einmitt að ræða þetta í dag við gömlu hér, þau ætluðu ekki að trúa því hvað kostar að lifa þar:O ..en já tungumál er lykillinn að öllu;)

Tinna (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 22:00

2 identicon

Var að sjá bloggið þitt, hlakka til að fylgjast með þér og verða græn af öfund af útlandasögunum! ;)

Helga Björg (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 09:14

3 identicon

Wie schmeckt die Schweinebraten? Gut, ja? Hier ist die Wetter sehr schön. Hei, veistu hvað kisi litli er að fara í pössun í fyrsta skipti (til annars en þín) um helgina - það er kona í vinnunni hjá Hödda sem ætlar að passa fyrir okkur (hún á nefnilega sæta kisustelpu og langar í kettlinga ) Þannig litli montrass er að fara töffarast um helgina!  Tchüss

Elín (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 11:08

4 identicon

hahaha..útvarp í tannkremstúpu!!??

Jæja..vá hvað þú ert fljót- að geta strax á samræður af viti! Það kallast bara uber gott ;)

Inga (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 12:16

5 identicon

Vá við erum einmitt að lesa þessa Sonnenallee bók í þýsku 603!

Ég fór á þetta gyðingasafn einhvertíman... þetta var ekkert það merkilegt, bara hellingur af hlutum sem einhverjir gyðingar áttu :S 

Rannveig (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband