Noch ein Monat :)

Ach so,

Í dag er akkúrat mánuður þangað til ég sný aftur á Frónið. Veit að þið bíðið þess dags með eftirvæntingu :)

Dagurinn í dag var annars ömurlegur. Skóladagurinn ágætur en fátt gott um þennan dag að segja. Fyrsti letidagurinn minn í Berlín. Maður verður víst að eiga þannig daga líka fyrst maður er ekki bara hérna sem túristi. Veðrið bauð heldur ekki upp á neitt nema inniveru. Við Manon fórum á Potsdamer Platz eftir skóla vopnaðar regnhlífum en þrátt fyrir vettlinga og allt litu bláu hendurnar dagsins ljós á ný. Við gáfumst því upp á túristaleik (sem hún virðist yfirhöfuð ekki hafa mikinn áhuga á) og héldum heim undir teppi. "Amma" fagnaði okkur með rjúkandi heitu te og kökusneið. 

Já, síðustu dagar tíðindalitlir og leiðinlegir. Ætla að bæta úr því á morgun og fara í langþráðan safnaleiðangur. Hvort sem ég þarf að fara ein eða að herbergisfélagi minn hætti tuðinu í smástund og komi með. Fyrr má nú vera manneskja..þú ert í Berlín! Enjoy it! Afsakið leiðinlega bloggfærslu, ich bin sehr schlecter Laune heute :( Manon er alls ekki slæm, ég er bara pirruð út í allt þessa dagana :) 

Hmm, gott í dag. Reyni að koma með einhverjar krassandi sögur næstu daga :) Þetta letilíf gengur ekki í Berlín, ég geymi það fyrir sveitasæluna..hnjehnje!

Stórt stubbaknús,

Lára pirripú

p.s. Furðusjón dagsins: C.S.I. Miami. Horatio Cane er jafnvel enn svalari þegar hann talar þýsku! haha so ein toller Mann! (þetta fattar enginn nema að hafa e-n tíma horft á C.S.I Miami...Elín þú ert að lesa mig er það ekki?)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó ég veit hver hann Horatio minn er..... Það getur ekki verið slæmt að sjá svo svalann mann tala þýsku! Fær líklegast meiri cool-points fyrir það! :P

Rannveig (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 19:22

2 identicon

múahahah ó guð hvað maðurinn hlýtur að vera ógeð fyndinn á þýsku!

En ææ gat nú verið að þetta væri frönskumælandi væluskjóða! Ekki taka hana með á safn ef hún er vælivæli það skemmir bara upplifunina fyrir þér.

Vonandi fer veðrið eitthvað að skána hjá þér sysir góð - huggaðu þig við það að hér var hellins snjór í morgun (sem bráðnaði reyndar í dag en engu að síður...)

Ég er að fara í 75 ára afmæli hjá ömmu í Holti á laugardag - eins og mamma hefur  örugglega sagt þér áðan.

 Þú verður bara að notast við krúttlegu þýsku ömmuna þína - hún virðist vera æðipæði.

Knús af klakanum.

p.s. hafði ég rétt fyrir með þáttinn? er þetta "reality tv"? 

Elín (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 00:51

3 identicon

Hæ:) þú bloggar svo mikið ég hef varla við að lesa pistlana eftir þig!! En það er ágætt, gaman að lesa hvað þú ert að gera. Og VÁ hvað ég öfunda þig af þessari "ömmu " sem þú býrð hjá ekkert smá heppin með hana;p

Tinna (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 06:55

4 identicon

Já Horatio kallinn er sko "extrem cool" auf deutsch :) "Amma" er snilld ég veit það...vildi að þið gætuð hitt hana!...blogg jeden Tag Tinni minn, jeden Tag ;) Þetta er eiginlega mein Tagesbuch fyrir Berlínardvölina. Þú mátt nú alveg herða þig, ég er svo forvitin um lífið í Barcelona ;)

Elín, þú mátt endilega senda mér e-mail með skemmtisögum af lífi þínu, mig langar endilega að heyra meira en "kurz" útgáfur í kommentum. Ég mun svara þér og aldrei að vita nema þú fáir einhver details damit sem ekki birtast hér :) Ég skal m.a.s. útskýra fyrir þér út á hvað "Nur die Liebe zählt" gengur, ég sé að þú ert mikið að velta þessu fyrir þér ;) 

Klára (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 13:54

5 identicon

helduru að ég nenni að skrifa allt niður kona - þú færð ekki að heyra neitt fyrr en þú kemur heim!

neh segi svona, sendi þér kannski línu, sé á skrifum þínum að þú iðar í skinninu af forvitni!

Ég er soldið spennt fyrir þessum þætti sko - ekki er hann sýndur á stöðvunum sem ég er með? á hvað stöð er hann?

Eins gott fyrir þig að blogga á hverjum degi áfram - þetta er sko highlight of my day!

Elín (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 14:17

6 identicon

Haha nei, leider nicht...þú ert annars bara með ARD og ZDF er það ekki? Þessi er amk. á RTL..jamms lofa að blogga á hverjum degi, þó það sé bara tuð eins og þessi færsla :) ætla nú ekki að svipta þig hápunkti dagsins ;)

Lára (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 14:35

7 identicon

nauts maður ég er líka með sat 1 en ég a.m.k. ekki með RTL. Ég segi nú kannski ekki að þetta sé hápunktur dagsins alla daga. Hápunktur dagsins í gær var til dæmis að ég fór með Hildi í bíó.

En shitt ég verð samt að segja þér - nenni ekki að senda þér póst strax - svona af því þú þekkir kisarassgat. Hann var næstum búinn að gera móður okkar heyrnarlausa í gær! Ég var sem sagt að tala við hana í símann og kisi var að stökkva um allt með pappírsnifsi og svo missti hann stjórn á sjálfum sér og var að reyna að ná taki á mottunni (ég sat ss á rúminu) og dýrið lenti á fætinum á mér og gróf klóna í eins tána á mér og ég gargaði í eyrað á mömmu því mér brá svo (og af sársauka). Ég veit þetta er ekkert fyndið nema að þú sjáir þetta fyrir þér (sem þú ættir að geta).

Ég veit er leiðinleg að fylla bloggið þitt að ógeð löngum athugasemdum en Halló einhvern vegin þarf ég að taka við þig!!!

Elín (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband