13.4.2008 | 15:12
In Deutschland sagen die Hunden "bao, bao" und die Schafe "mek, mek".
Guten Tag meine Damen und Herrn,
Afsakið bloggleysi undanfarinna daga. Ég hef verið upptekin og einnig virðist sem áhugi ykkar sé að minnka, ef tekið er mið af athugasemdafjölda síðasta bloggs. Hvað um það, síðustu dagar hafa verið áhugaverðir og efni í heillanga sögu svo endilega búið ykkur undir langan lestur.
Föstudagur: Þetta var ansi rólegur dagur, veðrið skita eins og ávallt og mikil þreyta í enda vikunnar setti svip sinn á daginn. Eftir skóla fórum við Manon og tveir franskir piltar að borða hádegismat á voða fínum kínverskum stað. Hehe þegar kemur að hádegismat kemur glögglega í ljós að við Manon erum aldar upp við misjafna menningu. Fyrir henni er hádegismaturinn stór máltíð og finnst eðlilegt að sitja á veitingastað í 2 klst. í hádeginu. Mér aftur á móti nægir að gleypa í mig jógúrt og banana. Eftir dýrlega máltíð kíktum við aðeins í Alexa Kaufhof en hvorug okkar var í miklu stuði fyrir stórkostleg útgjöld svo leiðin lá fljótlega heim. Höfðum hugsað okkur að kíkja út með Clémence sem síðan beilaði á okkur en að lokum fór svo að Manon var heima og ég fór út með Mariönnu og Artem. Við fórum á Kneipe á Hackescher Markt sem er stutt frá heimili mínu, algjör kommaknæpa á götu sem heitir Kleine Präsidentenstrasse (Litla Forsetagata)..Þetta er ein af þeirra uppáhalds knæpum enda Artem Rússi og Marianna alin upp við minningar foreldra sinna um dásemd Sovétríkjanna þar sem þau kynntust. Nóg um það...við spjölluðum heilmikið og gott að geta loksins talað og heyrt eintóma þýsku aftur..með Manon og Clémence þarf ég að rifja upp frönskuna mína, þ.e. til að skilja, glætan að ég fari að tala frönsku stödd í Berlín!
Laugardagur: Vúhú, Ausflug nach Polen! (skemmtiferð til Póllands). Dröttuðumst á lappir fyrir allar aldir og héldum á Hauptbahnhof til að fara í ferð með skólanum til Stettin (Szczecin á pólsku). Vorum ca. 15 í hópnum og öll spennt fyrir ferð til Póllands, enda ekki á hverjum degi sem maður fer þangað. Lestarferðin var u.þ.b. 2 klst. löng og það fór ekki á milli mála þegar við vorum komin til Póllands. Fyndið að sjá öll skilti á tungumáli sem maður skilur ekki orð í en maður verður jafnframt frekar bjargarlaus. Það fyrsta sem við þurftum að gera var að skipta peningum, evrur í zloty. Btw. ef einhver er að fara til Póllands á næstunni á ég 7 zloty. Haha býst ekki við miklum viðbrögðum við þessu, aldrei neinn á leið til Póllands er það?
Við röltum aðeins þarna um bæinn, skoðuðum eins og eina kirkju sem var eiginlega það eina fallega í þessari borg. Stettin var víst ein af Hansaborgunum og var einu sinni mjög rík en í dag..úff veit ekki hvað ég á að segja um þetta. Af þessari borg að dæma skil ég vel hvers vegna Pólverjar eru fluttir út um allar trissur. Frekar mikil eymd í gangi, hús í niðurníðslu, skítugar götur og andrúmsloftið síður en svo jákvætt. Kíktum í verslunarmiðstöðina þarna enda flest ódýrt í Póllandi. Hún var það eina sem var ekki gamalt og skítugt. Röltum síðan aðeins um miðbæinn þarna, veðrið var fallegt og góð stemmning í hópnum sem samanstóð mestmegnis af Svisslendingum og Frökkum = enn á ný þakkaði ég sjálfri mér fyrir að hafa þraukað í frönskutímum. Já..ferðin til Póllands var áhugaverð en í sannleika sagt held ég að ég haldi mig bara hérna megin landamæranna næsta mánuðinn.
Á laugardagskvöldum er alltaf tilvalið að lyfta sér upp, stíga nokkur dansspor og valda sjálfum sér óþarfa heilsutjóni vegna drykkju. Það var einmitt það sem lá fyrir eftir Póllandsförina. Ég og Manon rukum heim, borðuðum síðbúinn kvöldverð og héldum síðan út á ný og hittum Clémence og Marie. Höfðum mælt okkur mót við Samuel á Alexanderplatz en svei mér þá..hann hafði misskilið tímasetninguna og fór bara einn ins Disco. Við dröttuðumst því á staðinn sem hann var, biðum heillengi í biðröð til þess eins að láta klæðskipting segja okkur að við værum zu jung (of ungar, þurfum víst að vera 21 fyrir þennan stað). Jæja hvað um það, fórum bara annað og settumst og spjölluðum. Hnjehnje, eftir smátíma settist fólk á næsta borð við okkur. Meiner Seele, þau voru íslensk! Ótrúlega skrítið að heyra íslensku en mér datt samt ekki í hug að kasta kveðju á þessa háværu landa mína. Svo ég lét bara eins og ekkert væri og hélt áfram að tala mína þýsku :)
Dagurinn í dag..hehe það hefur ekkert gerst. Leti í gangi þó veðrið hafi verið fínt. Við Manon kíktum aðeins út og ég sýndi henni Nikolaiviertel sem er orðinn einn af mínum uppáhaldsstöðum í Berlín...svo sætt og rólegt hverfi. Ætlaði að koma blessuðum póstkortunum af stað til Íslands en pósthúsin að sjálfsögðu lokuð á sunnudegi. Þau fara því á morgun, bíðið spennt. Já..síðan bara leti, heimalærdómur og vidjókvöld í kvöld. Prima sunnudagur. Hmm.. "amma" gefst ekki upp á því að reyna að fita mann. Henni miðar vel áfram og alltaf sama dekrið. Við erum sko überheppnar með heimili því það er enginn annar sem við þekkjum svona hamingjusamur með fjölskylduna sína. Gott mál fyrir okkur. Hundurinn er hins vegar að gera mig völlig verrückt! Þetta helv. kvikindi hlýðir engu og horfir á mann með svo heimskum svip að ég hef sjaldan séð annað eins. Mun verða fegin að losna við hana.
Gott í dag, haldið áfram að kommenta af krafti. Var að setja inn nokkrar nýjar myndir, búin að vera algjör Japani hérna í Berlín svo myndasýning við heimkomu mun taka dágóðan tíma. Fyrirsögn dagsins var brandari gærdagsins, við hlógum svo mikið að þessu í lestinni að við hrundum næstum á gólfið. Það er nefnilega svo að á þýsku segja hundar ekki "voff, voff" eins og á íslensku og frönsku heldur "bao, bao" og kindurnar segja "mek, mek". Sehr komisch :)
Risaknús til allra,
Lára
P.s. Furðusjón helgarinnar: Til að byrja með sá ég rosalega feitan dyravörð á föstudagskvöldið. Ég hugsaði með mér að það yrði ekki einfalt að komast framhjá honum, hann myndi bara standa í dyragættinni og fylla algjörlega upp í hana! (entschuldigen sie, veit það er ljótt að gera grín að fólki..ég er bara svona illa innrætt). Í gær var furðusjón dagsins klárlega Stettin..og þar sá ég líka eldgamlan kall í pínupínulitlum bíl (svona eins og Ómar Ragnarsson á)..mjög skondin sjón.
Athugasemdir
já góðan og blessaðan daginn!!!
Bob Saget (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:05
Hæ, þú litli listanörd, gott þú ert að hafa gaman, um að gera fara bara ein á þessi söfn ef enginn nennir! Og þessar furðusjónir þínar..ahahaha;) ..bloggið er í vinnslu, kemur í kvöld:p knús frá Barcelona og sólin biður að heilsa..hehe;)
Tinna (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:09
Hæ Lára mín, Kveðja frá öllum sem voru í afmælinu hjá ömmu, vantaði bara þig, Sigríði og Þórönnu sem er í verknámi í Skag. ég skal senda þér myndir af litlu frænkunum algerar dúllur. Það er 25 cm snjór hér sem kom í dag ekki beint sumarlegt. Það er von að Sprettur litli vilji koma að vinna hér þegar það er svona ömurlegt í Póllandi , en fróðlegt að sjá það . Kveðjur frá öllum hér í snjónum
Anna Harðardóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 23:04
Hallo systir góð, hvurslags Frakka partýi ert þú eiginlega alla daga. jæja hef ekki tíma í þetta - klikkað að gera eins og venjulega!
(sem þýðir að það verður klikkað að gera hjá þér líka í sumar!
) Tschuss
Elín (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 13:07
Hey ;) Gaman að sjá blogg!
ég bíð alltaf spennt eftir að kíkja á bloggin ykkar Tinnu, er orðinn svona "partúr af programmet" hjá manni hahaha ;) En það er víst eintómur lestur hjá mér sofort..
Bis später,
Frau Inga
Inga (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.