Heute ist ja gar kein Karneval, nur isländische Leute in Berlin.

Góðan og blessaðan,

Mánudagur til mæðu. Aldeilis var ég nú lúin þegar ég vaknaði í morgun, við Manon litum á hvora aðra og bölvuðum sjálfum okkur fyrir að vaka lengi og horfa á Pretty Woman (auf Deutsch natürlich, mjög fyndið). En hvað um það í skólann skal haldið þrátt fyrir þreytu. Margir bekkjarfélagar mínir voru greinilega á öndverðum meiði því við vorum aðeins fjögur í fyrstu kennslustund dagsins! Man ekki einu sinni hvað við vorum að læra...var svolítið útúr heiminum, hnjehnje. Annars ágætis skóladagur, fyndið að hitta liðið eftir djamm helgarinnar. Samuel pínu pirripú vegna misskilningsins um tímasetningu en sagðist hafa skemmt sé dável einn im Disco. Þegar Marie (bekkjarsystir mín) mætti kl. 11 sagði hún að næstu helgi fengi ég sko ekki að fara heim af djamminu kl. hálf þrjú..hún, Nicolas (bekkjarfélagi) og aðrir Svissarar voru að til kl. 7 um morguninn. Gott með þau greyin. 

Eftir skóla héldum við Manon til Prenzlauer Berg (hverfi í austur-Berlín). Borðuðum á e-jum líbönskum veitingastað, okkur fannst það hljóma svo skemmtilega framandi. Haha maturinn var skita..en við skemmtum okkur vel. Hlógum stanslaust allan tímann (svefngalsi). Þaðan héldum við heim á leið, eða Manon fór heim að æfa danssporin sín og ég á pósthúsið. Ansi fyndið, konan sem afgreiddi mig þurfti að fletta heillengi í bæklingum til að finna verð á póstkortum til Íslands. Greinilega ekki send póstkort þangað á hverjum degi ;) Þið (þessir fáu útvöldu) getið því beðið með öndina í hálsinum eftir póstkorti, ath. samt að þau eru skrifuð fyrir svona viku :) Ahaha annað fyndið atvik...þegar við vorum að fara úr skólanum stóðum við fyrir utan skólann að tala við Nicolas (annar Nicolas) og sjáum þá koma gangandi þrjár ungar stúlkur í vægast sagt auffällig (áberandi) klæðnaði. T.d. ein í skærbleikum leggings og rauðri kápu. Manon sagði: "Ist heute Karneval, oder?" og ég hugsaði með mér: "Nei, sko hérna eru líka artífartí Spútnik-týpur, en gaman!". Svo ganga stúlkurnar framhjá okkur og ég heyri eina segja:"..æ ég var samt ekkert búin að hringa í Jökul..." Haha þær voru sem sagt Íslendingar. Ja, die Welt ist kleiner als man denkt (Heimurinn er minni en maður heldur). Nebenbei (by the way) það er BRJÁLAÐ haglél hérna í þessum rituðu orðum!

Eftir pósthúsið nennti ég ekki strax heim og ákvað að gefa Manon tíma til að æfa sig svo ég fór í Alexa Kaufhof. Verslaði bara smá en sá eftir því þegar ég uppgötvaði að evran hefur hækkað um 2 kr. síðan í gær. Glatað dæmi! Jæja, þegar ég var á leið út úr verslunarmiðstöðinni sá ég mann framundan sem var einmitt þessi artífartí týpa líka. Aftur hugsaði ég með mér: "Nei sko þessi týpa er hér líka, í þröngum gallabuxum og eiturgrænum jakka. En skemmtilegt!" Þegar ég mætti honum sá ég kunnuglegt vörumerki á jakkanum: 66°N...gat nú verið! Berlín greinilega vinsæl hjá okkur Frónbúum, enda stórkostleg borg.

Hmm lítið annað að frétta héðan í dag. Veðrið var samt æði, sólskin og 14 stiga hiti. Engar bláar hendur og jakki óþarfur. Prima! Fékk Bratwurst og Sauerkraut aftur í dag. OJ BARA! Þetta er svo vont, ég kom Sauerkrautinu varla niður..vona að ég komist í gegnum næsta mánuðinn án þess að þurfa að éta þetta aftur. Tíminn líður samt alltof hratt, helgin þaut hjá og þriðja vikan mín byrjuð! Mensch, ég er að verða hálfnuð :( Já í Berlín er gaman, gaman. Samt ýmsir smáhlutir sem verður gott að losna við. Mig langar rosalega að fá e-ð annað en Brötchen í morgunmat, mig langar í ískalt íslenskt vatn, langa sturtu og losna við mengunina sem húðin mín er ekki par sátt við. Verður líka gott að fá eitthvað annað að borða en feita matinn hérna...ég er bara orðin algjör fitubolla og ekki er það af bjórdrykkju skal ég segja ykkur! En svona er þetta, aðrir góðir hlutir bæta þessa verri upp :)

Bis bald,

Klára

p.s. Furðusjón dagsins: Maturinn á líbanska veitingastaðnum. Hann var of fyndinn. Minn leit út eins og nokkrir hundaskítar á diski, á mynd sem ég set kannski hér inn später. Við skemmtum okkur allavega mjög vel yfir þessu gríni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe sko artífartí íslendingar fara til Berlínar! Ég hélt þú vissir það!  

Elín (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 11:28

2 identicon

Leti í fólki að mæta ekki í fyrsta tímann ha! og Íslendingar út um allt, reyndar ekki bara rekist á neinn hér:/ og vá hvað ég öfunda þig ekki af matnum þetta skiptið..jakk:O ..hafðu það gott, sakna þín skvísa;)

Tinna (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:01

3 identicon

haha íslendingar eru auðvitað sér á báti þegar kemur að fatavali...en úff ég öfunda  þig bara alltaf meira og meira þegar ég les bloggin þín, Þýskaland er best :)  en ég trúi ekki aðþér finnist bratwurst vont ég fékk alltaf svo gott og sauerkraut líka...eða kannski er það bara svo gott í minningunni ;)  en hey þegar þú kemur svo aftur heim til Íslands máttu alveg smygla nokkrum lítrum af mezzo mixi með þér...það er best í heimi ;)

knús á þig ;* 

Heiðrún (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 19:46

4 identicon

Heyrðu kona! Á ekkert að fara að blogga meira? Hvað eru eiginlega að gera? Ég er forvitin!

Elín (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband