Kopf hoch, du wirst es schaffen :)

Guten Tag,

Jæja, hef ekkert bloggað lengi og ástæðan er einfaldlega sú að ekkert merkilegt hefur gerst.  Veðrið hefur verið ömurlegt alla þessa viku svo spazieren gehen um Berlín er út úr myndinni, í dag er m.a.s. kaldara heldur en í Reykjavík (5° hér en 10° í Rvk.!). Gaman, gaman!

Kuldinn hefur alls kostar ekki gert mér gott þar sem ég er barasta orðin veik, takk fyrir pent :( Ekkert rosalega gaman að vera veikur í Berlín :( Er samt búin að mæta í skólann síðustu daga en spurning um að taka því rólega núna...e-ð sem mig langar ekki að gera þegar svo stutt er eftir af dvölinni. Heimþráin hefur svo sem gert vart við sig síðustu daga en held það sé bara vegna þess að ég er veik...þá langar mann alltaf heim til mömmu. Get meira að segja sagt núna: Heim í hlýjuna! Ætla samt ekki að taka því rólega í kvöld þar sem er fimmtudagskvöld = safnakvöld. Ég á svo fáa fimmtudaga eftir að ég má ekki við því að missa úr ;) 

Í gær fór ég reyndar í KDW (Kaufhaus des Westens - Verslunarmiðstöð Vestursins). Það er "huges", á 7 hæðum og aldeilis óendanlegur fjöldi af vörum...ég var alveg að missa mig þarna..en var bara í rannsóknarleiðangri svo VISA-kortið fékk frið þennan daginn. Það fer samt alveg að líða að verslunarleiðangri...kannski betra að taka þetta í nokkrum smáum bitum.. frekar en að stinga allri sneiðinni upp í sig í einu.

En annars ekkert skemmtilegt að gerast..jú alltaf gaman í skólanum, en dagarnir eru annars bara orðnir að Alltagstrott (hversdagsrútína) hér í Berlín. Ég skrifaði samt verkefni um daginn sem ég fékk mikið hrós fyrir (loksins!). Nánast engar villur og innihaldið áhugavert. Áttum að skrifa smá um "lesen" (lesa), mátti vera hvað sem var út frá því. Ég er að sjálfsögðu alltaf með landkynningu og þjóðernisáróður hérna og skrifaði því smáræði um íslenskar bókmenntir, Halldór Laxness o.s.frv. Ég er svo einstök (eini Íslendingurinn) að ég fæ oft að njóta þess að vera miðpunktur athyglinnar.

Við Manon erum alltaf að bíða eftir viðunandi veðri fyrir ferðamannaleikinn góða. Annars er hún alltaf með nefið ofan í bókunum þessa dagana því hún fer í próf í næstu viku til að komast upp á mitt "level" (hún er í B2 en ég í C1). Já, það eru nefnilega fæstir í þessu bara til að leika sér eins og ég. Fyrir flesta í skólanum er nauðsynlegt að læra þýsku, annað hvort fyrir nám eða vinnu. Þess vegna er ekkert skrítið að þau taki þetta alvarlegar en ég sem er bara í þessu af einskærum nördaskap.

Sem sagt ekkert að frétta frá Berlín nema veikindi og heimþrá. Þar hafiði það, líf mitt er hreint ekki spennandi þessa dagana. Vona að mér verði batnað fyrir helgina, þá er aldrei að vita nema maður kíki á hann Knút í dýragarðinum. En kannski betra að kíkja á veðurspána fyrst... (Alveg týpískt fyrir mig að lenda í kaldasta aprílmánuði síðustu ára!) Spurning um að koma hér aftur fljótlega og upplifa Berlín án blárra handa og regnhlífar.

Jæja, nóg komið af væli og Pessimismus (svartsýni). Ótrúlegt hvað ég get skrifað mikið um ekki neitt.

Bis später (wenn ich nicht tot werde),

Lára litla 

p.s. Furðusjón síðustu daga: Sjónvarpsauglýsing þar sem talandi hundur var í aðalhlutverki. Man ekki hvað var verið að auglýsa (held símafyrirtæki) en þetta var svo asnalegt að við lágum í hláturskrampa í ca. 10 mínútur. Þýskar sjónvarpsauglýsingar eru yfirhöfuð mjög asnalegar, ekki hægt að segja annað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æi litla veika lúsin mín!  sendi þér batnkveðjur. Farðu nú að lufsast á Pergamonmuseum!  knús frá stóru systur

Elín (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 14:25

2 identicon

Sæl Lára mín

Leiðinlegt að þú skulir vera vera lasin í þessum kulda í útlandinu.

Það er nú aðeins farið að hlýna hér en samt er ekki neitt vorlegt, allt grátt og drullugt  þar sem ekki eru snjóskaflar. Eru tré og runnar ekkert farin að springa út ennþá í Berlínarborg ?

Við hlökkum til þegar þú kemur heim í sveitina.

Bestu kveðjur

Amma og afi Hörgslandi

Ólafía (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 21:12

3 identicon

æhj grey! Það getur samt verið smá nice að taka því svona oggu rólega og finna eitthvað annað að gera ;) Þér batnar strax, sérstaklega ef þú færð þér chickensoop!!! ég er ekki að grínast =) finndu þér svona í pakka bara útí búð og skelltu þessu í þig.

en vonandi að þú njótir tímans sem er eftir..skemmtileg borg =)

Heyrumst seinna Lára bára 

Inga (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 00:03

4 identicon

Hi snulla, lattu ter batna:) en litlill timi eftir og um ad gera ad nota hann sem best;) Vona tad fari nu ad skina meiri sol hja ykkur tarna i tyskalandi:p bestu kvedjur fra Barcelona:*

Tinna (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 09:48

5 identicon

Líður þér betur í dag krúttið mitt?

Elín (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 13:18

6 identicon

Hallú Lára mín:) Það var svo gaman að koma heim úr skólanum,  ja skóladagurinn var ekkert merkilegur og frekar leiðinlegur bara því við erum bara að hangsa og gera ekki neitt þannig ég var bara í frekar fúlu skapi, en svo þegar ég ætlaði að lesa moggan beið ekki lítið og sætt póstkort eftir mér frá minni kæru vínkonu frá Berlín Voooða næs takk fyrir kortið æðislegt að fá svona ég komst strax í gott skap!! En ég held að planið hjá mér um helgina sé að læra bara þannig ég verð oft á msn líka... Vona að þú sért orðin hress og heyrumst fljótt

Systa (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 14:44

7 identicon

Svona á þetta að vera gott fólk, fullt af skemmtilegum kommentum :) Hafið engar áhyggjur, veikindin eru liðin hjá sem og heimþráin! Blogga um þetta allt á morgun, ætla að eyða kvöldinu í frekari efnissöfnun..bíðið því spennt ;)

Bestu kveðjur úr kuldanum!

Lára (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 16:22

8 identicon

Sæl Lára gaman að fylgjast með en leiðinlegt að þú skulir vera lasin. Gott ráð, hugsa um sólina og Tinnu í Barcelona þá hitnar þér og þú gleymir veikindum og kulda.

Birna mamma Tinu (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 16:50

9 identicon

Hæ Lára mín vont að vera veikur í útlöndum og vanta mömmu gott að  þér batnaði fljótt ljúfan mín.  Las ekki bloggið í gær var að vinna  fór á fund og beint að sofa. aftur að vinna kl 8 -17:35 síðan að gefa hryssunum þínum borða og lesa bloggið. Þegar ég kom heim var 9 stiga hita við Lómagnúp vona að það fari að hlýna hjá þér hvernig væri að Tinna myndi senda þér eitthvað af sólinni frá Barselona og þú henni rigninguna í staðinn. Takk fyrir kortið. Heyrumst  knús frá Hörpu, Öldu og öllum hinum

Mamma (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband