Mensch, hör mit dieser Nörglerei auf!

Hallo!

Das Leben ist toll, ja? Að minnsta kosti þegar veðrið er að skána og sólin lætur sjá sig í eins og einn klukkutíma :/ Þó hér í Berlín sé skítakuldi (haha, í dag var 1° heitara en í Rvk..loksins!) er vorið samt komið, blóm og tré farin að blómstra...það eina sem vantar er vorveðrið. En eins og heimamenn segja: "April, der weiss nicht was er will." (Apríl sem veit ekki hvað hann vill), veðrið er nefnilega svolítið íslenskt í þessum mánuði. Heilsa mín er orðin öllu skárri, þökk sé undratei sem "amma" lumaði á í pokahorninu. E-ð sérstakt "Erkältungstee" (kvefte) að hennar sögn. 

Á fimmtudagskvöldið drusluðumst við Manon á Pergamonmuseum, hálfveikar en ákveðnar í að láta það ekki á okkur fá. Á Pergamon má finna ýmislegt frá Forn-Grikkjum og Rómverjum ásamt íslamskri list. Sem betur fer vorum við mættar snemma því um leið og kl. verður sex flykkist fólk að safninu, þá er frír aðgangur. Enn og aftur gladdist litli listasögunördinn, þetta safn erhreint út sagt æðislegt. Mæli eindregið með því fyrir þá sem ætla sér að heimsækja Berlín. Eftir það höfðum við ekki orku í frekari safnaskoðun enda Pergamon ansi stór biti svo förinni var haldið heim til kveftedrykkju.

Í gær, föstudag, var líðanin skárri svo ég hélt í skólann enda ekki þekkt fyrir die Schule zu schwänzen (skrópa). Verkefni dagsins var heldur ekki krefjandi, við horfðum á "Das Experiment" (þýsk mynd frá 2001) og ræddum aðeins um hana. Kátar í bragði yfir Feierabend (lok vinnudags) héldum við Manon til Prenzlauer Berg, staðráðnar í að finna þar veitingastað sem Samuel hafði sagt að við yrðum að prófa. Ja, wohl við strunsuðum þarna um og fundum loks grískan veitingastað sem  Samuel hafði einmitt mælt með. Hehe við vorum aldeilis ánægðar með þessa máltíð. Þjónninn færði okkur grískan "snafs" í fordrykk, maturinn var einkar gómsætur og við ákváðum að fagna föstudeginum og fá okkur vín með. Þegar við svo fórum að borga, bauð þjónninn okkur "snafs" af einhverju öðru grísku sulli. Við litum bara á hvor aðra og sögðum: "Ja, warum nicht." Endaði svo á því að við stauluðumst út af staðnum, ein bisschen betrunken. Athugið að klukkan var þrjú um daginn. Þegar við komum heim og sögðum "ömmu" frá þessari einkar ánægjulegu máltíð hló hún bara að ástandi okkar og sagði: "Ihr geht dann heute nicht mehr raus?" (Þið farið þá ekki meira út í dag?) Og það gerðum við heldur ekki. Vorum alveg á því að fara ins Disco (út að dansa) en um kvöldið var hressleikinn ekki meiri en svo að við ákváðum að fresta því til betri tíma. Enda er alveg nóg að verða fullur einu sinni á dag ;)

Í dag hef ég verið nokkuð róleg en þó búin að fara út og strunsa nokkra kílómetra í kuldanum. Manon er að deyja úr stressi fyrir prófið sitt í næstu viku og gerir því fátt annað en læra. Skil hana svo sem alveg, ég væri svona líka ef ég væri í þessu af einhverri alvöru :/ Ég tók því bara strunsið ein. Fór á Hamburger Bahnhof sem er safn með nútímalist. Já, af hverju ekki að skoða það líka fyrst maður er hérna á annað borð...m.a. verk eftir Andy Warhol, Roy Liechtenstein og eitt eftir Picasso. Sum verkanna voru mjög flott en annað...úff ég skildi ekki neitt. Stóð þarna íhugul á svip og starði en í hausnum á mér var eitt stórt spurningamerki. T.d. var þarna sýning á ljósmyndum eftir e-n sem ég man ekki hvað heitir. Eitt verkið var þrjár myndir saman: á einni var flísalagt eldhúsgólf, á annarri var maður að æla (myndin tekin á því augnabliki sem ælan stóð í fossi út úr honum) og á þeirri þriðju var ælupollur á flísalögðu eldhúsgólfinu. Flott? Not. En þetta var áhugavert og væri eflaust áhugaverðara ef maður hefði virkilega brennandi áhuga á nútímalist.  Síðan rölti ég nú bara um, kíkti í búðir og á flóamarkaðinn Am Kupfergraben (markaður sem er alltaf um helgar við árbakkann). Spurning hvað verður með kvöldið, aldrei að vita nema ég nái að plata hana vinkonu í kæruleysið. Annars verð ég að viðurkenna að ég sakna þess sárlega að lyfta mér upp í góðra vina hópi: Tala stanslaust (á íslensku), hlæja að öllu og engu (geri það svo sem hér líka), detta svo niður eins og einn stiga til að kóróna kvöldið (ekki það að það gerist alltaf) og vilja deyja daginn eftir. Gleðin mun sko verða við völd þegar ég sný aftur á Frónið :)

Mér finnst tíminn líða svo stórkostlega hratt. Ég vil ekki að ævintýrið endi. Ég hlakkaði til þess í sex mánuði að fara til Berlínar og bráðum er þetta búið. Hvað svo? Til hvers á ég að hlakka? Ja wohl, næstu heimsóknar minnar til Berlínar :) Þá tek ég einhvern með..hvern langar?

Nah gut, læt þessu lokið að sinni. Haldið áfram að fylgjast með og skrifa margar athugasemdir, þá verður litla glöð í hjartanu.

Eure,

Lára

p.s. Furðusjónin: Þýskir fótboltaáhangendur. Í dag var úrslitaleikur í bikarkeppninni eða e-ju og Berlín full af snarklikkuðum Borussia Dortmund og Bayern München stuðningsmönnum. Þeir syngja, drekka bjór og "grölen" sem þýðir að tala hátt og öskra undir áhrifum áfengis. Gaman að þessu. Fyrirsögninni er beint til sjálfrar mín: "Hættu þessu nöldri manneskja." semsagt, hætta að nöldra yfir veðrinu...;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ég ég ég er til í að fara með þér til Berlínar;) ..já en vertu nú ekkert að detta niður einhverja stiga þarna úti, engin Tinna til að fara með þig á Slysó;p hahaha;)

Tinna (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 20:36

2 identicon

láttu stigana alveg eiga sig..... Við erum greinilega með vinninginn í hitanum ,hér var 18 stiga hiti og sól í gær núna er 12,5 og skýjað, tréin eru aðeins að byrja að opna sig annars er allt grátt. Fuglarnir syngja svo mikið (gala líka) að ég er vöknuð kl 6. Hafðu það sem allra best ogskoðaðu nóg af söfnum og taktu nóg af myndum.

Stórt knús frá öllum heyrumst

Mamma (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 15:13

3 Smámynd: Lára Sigurðardóttir

Haha..þetta stigagrín er lífseigt, lofa samt að hrynja ekki niður neins staðar núna þegar beinið er loksins gróið ;)

Nóg af myndum..við síðustu talningu voru þær 389 talsins svo vöntun á myndum ætti ekki að vera áhyggjuefni.

Það er viss huggun í því að veðrið skuli vera betra á Fróni, þá verður það ekki einn af þeim hlutum sem ég mun sakna frá Berlín.

Lára Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 16:27

4 identicon

gott að heyra að þér er batnað. Var þetta kannski ouzo sem þið fenguð á gríska staðnum? Ég klikkaði alveg á að prófa það í Grikklandi. Kannski sem betur fer! En allavega - hilsen pilsen úr vorinu á Íslandi!

Elín (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 21:26

5 identicon

Hæ gæskan ;) við eyþór erum örugglega til í struns og djamm im Berlin með fögru föruneyti!! haha..erum alveg á því að fara að skella okkur í heimsreisu á næstunni =p gott að þér er nú batnað og getir farið að strunsa aftur hahaha!! en ertu þá nógu vel klædd með vettlinga á höndunum dúllan mín?

Jæja, skemmtu þér samt áfram og skoðaðu nógu djöfulli mikið til að geta verið tour guide fyrir okkur rugludallana sem verða með ykkur Tinnuling í partýi þann 9 maí!! ahaha ciao =P

Inga linga (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband