21.4.2008 | 17:24
Mit Sonne im Herz :)
Guten Tag,
Ég er svo echt dugleg að blogga að þið hafið eflaust ekki við að lesa en ég veit að þið takið öllu fagnandi sem truflar ykkur við vinnu eða lærdóm..svoleiðis er það bara. Svo ég held blogginu ótrauð áfram og segi ykkur skemmtisögur af sjálfri mér. Reyndar liðið langt síðan síðast svo þetta verður eflaust svolítið langt...
Laugardagskvöldið var nú ansi skrautlegt. Við Manon eyddum tveimur og hálfri klukkustund í U-Bahn og S-Bahn til að komast á rétta staðinn til að dansa af okkur rassinn. Fyrsta planið var að hitta svissneska vinkonu Manon á stað rétt hjá Potsdamer Platz svo við tókum U-Bahn þangað. Rötum ekki mikið í þessum hluta Berlínar svo Manon leist ekkert á að við værum tvær að rölta þarna í myrkrinu. Allt í lagi með það..ætla ekki að pína hana í kæruleysið svo U-Bahn var það aftur. Fórum alla leið á Alexanderplatz (sem er ganz weit = frekar langt) til að skipta yfir í aðra U-Bahn sem fer að stað sem Clémence ætlaði að vera á. Þegar þangað kom sáum við að þetta var einmitt sami staðurinn og okkur hafði verið neitað inngöngu síðustu helgi. Orðnar svolítið ärgerlich (pirraðar) fórum við aftur á Alex, tókum S-Bahn eitthvert til A-Berlínar til að finna enn einn staðinn. Það hafðist að lokum og við gátum stigið langþráð dansspor.
Sunnudagur: Endlich (loksins) var veðrið viðunandi svo ákveðið var að halda í dýragarðinn í góða veðrinu. Dýragarðurinn í Berlín er eflaust hvað þekktastur fyrir hann Knút litla, en tíminn líður og Knútur er ekkert lítill og sætur lengur. Ég veit ekki einu sinni hver hann var af þessum fjórum ísbjörnum sem lágu þarna í makindum. Horfði bara á þá alla og hugsaði: "Vei, Knútur!" Svona er maður klikkaður. Spurning hvort það ætti ekki að láta Knút ganga með nafnspjald eða mála á hann stóran, rauðan blett til að aðgreina hann frá hinum. Gaman að þessari dýragarðsferð, mæli alveg með því að skella sér þangað á góðviðrisdegi í Berlín. Annars gerðist nú ekki mikið meira þennan daginn enda sunnudagur og í mínum huga eru þeir ætlaðir til afslöppunar.
Í dag: Vúhú veðrið var æææðislegt! Vorið er loksins komið! Hí á ykkur heima, nú er miklu heitara hjá mér og engar bláar hendur sjáanlegar. Skóladagurinn var ágætur, ég er reyndar komin með smá leiða því kennslustundirnar eru frekar einhæfar. Skil núna hvers vegna fólk fer að skrópa eftir margra mánaða veru...ekki að ég ætli mér að byrja á því þó áhuginn á þýskunáminu sé ekki jafn brennandi og í fyrstu. Eftir skóla skundaði ég af stað, Manon varð eftir í skólanum til að læra. Ég nýtti mér góða veðrið og fór að Siegesäule en þar er hægt að fara upp á topp og horfa yfir Berlín. Ansi margar tröppur en það stoppaði strunsarann ekki (þó ég væri búin að labba alla leið frá skólanum...rúma 2 km). Tók síðan strætó til baka..þurfti að bíða lengi eftir honum því strætó hér er alveg jafn áreiðanlegur og í Rvk...sem sagt, kemur eiginlega bara þegar honum hentar. Fékk síðan Schweinebraten í kvöldmat..mmm, það er gutes Essen...og Kartoffelsuppe líka. Jájá, þó mér finnist Wurst viðbjóður er ekki þar með sagt að allur hefðbundinn þýskur matur sé vondur.
Ég man ekki neitt þessa dagana svo það er eflaust margt sem ég hef ætlað að skrifa hér en er búin að gleyma. Berlín er samt alltaf jafn frábær og í veðurblíðunni sér maður hvað þetta er gullfalleg borg. Þrátt fyrir allar risablokkirnar, byggingarframkvæmdirnar, skítugar götur og betlandi dópista...hér er frábært að vera! Ég er ekki bara með Sonne im Herz, ég er með Berlin im Herz. Mun sakna hennar übermikið þó ég sé líka farin að hlakka til heimkomunnar sem styttist óðum í :)
Gott í dag, ég er müde (þreytt) eftir alla gönguna í góða veðrinu sem á víst að vera svipað næstu daga.
Góðar stundir,
Lára
P.S. Furðusjón dagsins: Uuu ég sé alltaf fullt af skemmtilegum hlutum og hugsa með mér: "Þetta er efni í furðusjón dagsins!" En ég er haldin ótímabærum elliglöpum svo ég gleymi því jafnóðum...ætla því að minnast á Trabi-Safari..það er nefnilega ótrúlega fyndið að sjá lest af Traböntum "þjóta" framhjá manni, þeir eru nú frekar sjaldséðir hér. Þetta er túristadæmi, hægt að fara í 90 mín. bíltúr um borgina í Trabant. Ansi sniðugt. Hey já..sá líka flóðhest borða í dýragarðinum. Það var merkileg sjón.
Athugasemdir
Ágætt að veðrið sé að lagast;) Hehe þetta með Knút, án efa margir sem fara til að sjá þennan litla sæta bangsa og komast svo að því þarna að hann er bara ekkert svo lítill enn þá;p Sammála með skólann samt, fínt en orðið frekar einhæft.. allavega eins og þú segir maður er farinn að skilja hvers vegna fólk mætir ekki í alla tímana:/
En hafðu það annars gott, bið að heilsa Berlin:)
Besitos de Barcelona;)
Tinna:)
Tinna (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 18:29
Er ekki flott útsýni úr Siegesäule? Ég og Hildur vissum ekki að það væri hægt að fara þangað upp (eða hvort við fórum ekki af því Hildur mín er lofthrædd - man ekki). Ég og Hildur skelltum okkur loksins í Bláa lónið (fyrir gjafabréfið) bara næs - geggjað veður, alveg blankalogn (þó sólina hefðu vantað). Ég smakkaði samt ógeð í dag sem er POTTÞÉTT verra heldur en Wurst! Það var voða girnilegur pylsupottréttur í vinnunni í dag en pylsurnar voru ferlega vondar - enda voru þetta helgrýtis sojapylsur!

Fyrsta og síðasta skipti sem ég læt soja"kjöt" inn fyrir mínar varir!
Btw. Skiptir einhverju fjandans máli hver af böngsunum heitir Knútur? Þeir eru allir jafn sætir þegar enginn er smákríli. 
Elín (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 22:55
heyhey! geggjað að það sé komið betra veður =D sehr gut!
Þá getum við bara sleppt vettlingunum! Jæja..gaman að lesa furðusjónirnar hahaha..farin að lúlla GN
Inga (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 01:19
Heyrðu músaskott - mig langar í meira blogg! Sorry annars að ég sé ekki búin að svara póstinum frá þér - ég er aldrei nógu lengi kyrr til þess að skrifa allt draslið sem ég er að bralla (nema þegar ég sofna
) Reyni samt að fara að segja þeir eitthvað skemmtilegt!
Elín (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.