24.4.2008 | 20:51
"Männer sind etwas sonderbar"
Hallo, hallo
Mikið er lífið yndislegt í veðurblíðunni. Hitinn í dag fór upp í 18°, ekki slæmt það..Barcelona hvað? ;) Fyndið hvað það er miklu auðveldara að fara á fætur á morgnanna þegar sólin býður manni góðan dag. Já, sumardagurinn fyrsti var ansi sumarlegur í Berlín. Ekki veit ég hvernig hann var á Fróni en mig grunar að himininn hafi grátið þennan dag eins og ávallt. Hí á ykkur :)
Ég var ansi müde (syfjuð) í skólanum í morgun eftir útstáelsi gærdagsins en maður er bara ungur einu sinni í Berlín. Svo er líka að fækka í "Svissaragenginu" eftir þessa viku og því um að gera að hafa síðustu dagana sem skemmtilegasta. Fyrstu tímar dagsins voru anstrengend (erfiðir) af einskærum leiðindum. Uss, málfræði getur verið svo furchtbar niðurdrepandi. Ein og hálf klst af æfingum þar sem á að mynda nafnorð úr sögn = hægur dauðdagi. Tala nú ekki um þegar sólin skín á fallegum sumardegi, þá er erfitt að halda einbeitingunni. Tíminn am Nachmittag (eftir hádegi) var hins vegar ganz lustig (frekar skemmtilegur). Í framhaldi af umræðu sem myndaðist í síðustu viku ákvað Verona (einn kennarinn okkar) að láta okkur hlusta á lagið "Männer" með söngvaranum Herbert Grünemeyer. Mæli með því að þið sláið þetta inn á YouTube og hlustið á lagið, þetta er þýsk 80's snilld! hnjehnje! Allavega, það fyndna var að enginn karlkyns nemandi mætti í tímann svo það mynduðust ansi áhugaverðar umræður tengdar þessu skemmtilega lagi. Þið skiljið af hverju ef þið sjáið textann, hann fjallar um karlmenn eins og titillinn gefur til kynna. Jæja, eftir það fórum við auf die Terrasse (veröndina, reykingasvæðið) í skólanum og nutum sólarinnar. Manon, Samuel og Vincent þurftu að fara í munnlegt próf svo ég, Nicolas og Marie héngum þar og biðum eftir þeim..förinni var heitið í leti við der Spree. Síðan fórum við á kaffihús við árbakkann og kældum okkur niður með ís...voða notalegt.
Eftir kvöldmat strunsaði ég í safnaleiðangur, Manon nennti ekki með. Ætlaði að fara á Bode Museum en neinei, þegar ég kom þangað varfleira fólki ekki hleypt inn - klukkan samt bara hálf átta! (opið til 22) Frekar pirruð fór ég yfir á Alte Nationalgalerie (þýsk 19. aldar málverk) og sá alls ekki eftir því. Ógrynni af wunderschöne málverkum sem "amatörar" eins og ég hafa aldrei heyrt af áður, enda þýskir listmálarar ekki sérlega þekktir. Svo eru þarna líka gamlir kunningjar af Le Musée d'Orsay...Monet, Manet, Renoir og Degas (Tinnsi, hringir bjöllum?) En ég var ánægð með þessa heimsókn þó ég hafi kannski strunsað óþarflega hratt í gegnum safnið, ein "dysjuð" (hehe - einkahúmor) eftir sólina. Því miður á ég bara tvo fimmtudaga eftir svo hugsanlega verð ég að punga út 5 evrum fyrir eitthvert safnanna sem ég á eftir að sjá :/ C'est toll...eins og sumir segja.
Já, annars er lífið bara gleði,gleði. Berlín skartar sínu fegursta þessa dagana og stemmningin er alveg frábær. Mér finnst algjör snilld að rölta um göturnar og sjá fólkið sitja í sólinni með kaldan bjór og njóta lífsins. Þetta er lífið! Verst að því lýkur eftir 2 vikur :( Í alvöru talað, ég ætla að koma hingað aftur fljótlega...Berlín er best :)
Gott í dag, hafði eiginlega ekkert merkilegt að segja..en sumir eru orðnir háðir daglegum færslum ;) Verið dugleg að kommenta elskurnar og deyjið ekki úr kulda þarna fyrir norðan ;) hnjehnje
Tschü, Tschü
Lara (ein bisschen sonnenverbrannt)
P.S. Furðusjónin: Tvær rottur hlaupandi yfir gangstéttina á Alex. Mensch, litlu brá nú alveg aðeins..ugh
Athugasemdir
HEY! MÁLFRÆÐI ER EKKI NIÐURDEPANDI! Málfræði er hreint yndi!
Ekki reyna að segja mér neitt annað! Heyrirðu það kona!
Hvenær ætlar þú að fara að læra að nota sólarvörn Frau sonnenverbrannt? Hér var dásamleg vorrigning í dag - himnarnir grétu af gleði yfir því að sumarið væri loksins komið. Þess vegna er alltaf rigning á sumardaginn fyrst hér!
En alla vega best að fara að sofa - er að fara með Daltonbræðrum á Akranes strax eftir vinnu!
Tchuss
Elín (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 01:58
Já Barcelona hvað! hehe..þú ert aldeilis að lifa lífinu þarna núa og "fíla" það í botn greinilega sem er bara frábært:) Já félagar okkar frá Le Musée d'Orsay, hvernig er hægt að gleyma því (ég er ekki alveg svo dysjuð) ;) Hafðu það gott skvísa:p
kv.Tinna;)
Tinna (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 08:43
Hellú mín kæra
Ég er eimitt að tala við þig á msn núna hehe. Það er svo afskaplega freistandi að fara alltaf að lesa bloggið hjá ykkur og spjalla við ykkur Tinnsa á msn þegar ég ætti að vera að læra en svona er þetta nú
Jæja ég ætla að hafa þetta nokkuð stutt núna en svo kommenta ég aftur seinna hjá þér, og segi þér frá því hvað ég var hneykslanlega drukkin á galakvöldinu hjá Versló hehe sem er í kvöld sko. Verst að hafa ekki þig til að hafa vit fyrir mér tíhí. En já eins og ég segi góð partý gleymast aldrei en frábær partý manstu ekki einu sinni eftir
sjáumst von bráðar.
Systa (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 16:16
Gaman að heyra að þér líkar vel þarna úti:)
Ætlaði líka bara að láta vita að maður er ekki búinn að gleyma þér:)
En segji bara haltu áfram að eiga góðar stundir á þessum stutta tíma sem er eftir;)
kv Bjarni
Bjarni Freyr (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.