27.4.2008 | 19:24
Am Abend wird der Faule fleißig
Guten Abend,
Úff afsakið bloggleysið, ég hef verið einkar upptekin þessa helgina sem er bara af hinu góða. Veðrið hefur verið með besta móti og í dag fór hitinn m.a.s. í 20°, haha 2° heitara en í Barcelona ;) Þessi blíða gerir mann samt latan, við nennum ekkert að gera nema flatmaga einhvers staðar með svaladrykk við hönd. Slæmt því ég á enn eftir að heimsækja nokkur söfn og versla...en það gerir maður ekki í 20° hita. Já, alles ist immer noch toll (enn er allt frábært). Jæja, þá hefst frásögnin..vona að þið séuð með snarl með ykkur, þetta verður LANGT blogg :p
Föstudagur: Skóli til hádegis, ef ég man rétt var þetta langsam (leiðinlegur) dagur. Eftir leiðindin fórum við Manon og Marie að borða á krúttlegum veitingastað við Hackescher Markt. Alltaf jafn notalegt að sitja úti í góða veðrinu í Berlín, fæ ekki nóg af því. Danach ákvað ég að kíkja nú aðeins í Alexa Kaufhof og versla. Manon fór á meðan út á flugvöll að sækja kærastann sinn sem var að koma í heimsókn yfir helgina. Ahh VISA-kortið fékk að finna aðeins fyrir því þennan fallega föstudagseftirmiðdag. Það veldur samt vonbrigðum að föt og annað þvíumlíkt er hér alls ekki ódýrt, munar kannski 2000 kr. á verðinu hér og heima. En úrvalið er aftur á móti undursamlegt. Síðan tók við át (aka kvöldmatur) og meltitími áður en haldið var út á lífið. Planið var að hitta Svissaragengið kl. 22:30 á U-Bahn station í Prenzlauer Berg og fara þaðan ins Disco. Ég, Manon og Luïc vorum aðeins og sein en það kom ekki af sök því restin mætti ekki fyrr en kl. 1...uss frönskumælandi Svissarar eru nú meiri rugludallarnir. Allavega, ég var pínu pirripú því ég þurfti að vakna kl. hálf átta daginn eftir til að fara til Dresden svo ég var á báðum áttum hvort ég ætti að fara með ins Disco eða halda heim á leið. En partýdýrið vann að lokum, auk þess sem þetta var síðasta kvöld Nicolas, Samuels og Clémence í Berlín. Í tilefni af því dönsuðum við af okkur rassgatið til kl.5..ahh gaman gaman.
Laugardagur: Ég dröslaði mér á lappir, eldhress eftir 2 klst. svefn og hélt á Hauptbahnhof til að fara til Dresden með skólanum. Vorum 15 talsins og átti lestin okkar að halda af stað kl. 9:31. Hvað haldiði að hafi þá gerst? Við biðum í sakleysi okkar á brautarpallinum þegar tilkynnt var að lestin okkar yrði nokkrum mínútum of sein. Jæja, allt í lagi með það nema hvað að nokkrum mínútum seinna var tilkynnt að hún yrði hálftíma of sein vegna lögregluinngrips. Þá vorum við í vondum málum því til að komast til Dresden urðum við að skipta um lest á leiðinni og til þess höfðum við aðeins 15 mín. Hálftíma seinkun þýddi því að við myndum missa af hinni lestinni og líkur á því að við yrðum að hanga í klst. eða lengur í einhverju krummaskuði. En allt fór að vel að lokum, við gátum fundið aðra leið til að skipta og vorum bara klst seinna í Dresden en áætlað var. Veðrið var frábært, við röltum aðeins um miðbæinn og skoðuðum merka staði í borginni. Við höfðum bara 5 klst svo ekki var hægt að gera margt en við fórum upp í kirkjuturn (á Kreuzkirche minnir mig) og horfðum yfir borgina. Síðan var förinni heitið í Frauenkirche sem er það sem flestir koma til að sjá í Dresden, voða falleg. Eftir það fórum við að Der Zwinger sem er fáránlega flott höll sem inniheldur söfn. Þá var kl orðin tæplega fimm svo við fórum í Gemäldegalerie (málverkasafn í Der Zwinger, die alte Meister, endurreisnarlist) og tókum það á hlaupum. Schade að við þyrftum að flýta okkur svona mikið, en litli listanördinn var hamingjusamur þrátt fyrir það. Svo var lestin tekin heim á leið, 3 klst ferð á milli Berlínar og Dresden. Mér finnst Dresden gullfalleg borg en miðað við Berlín er hún pínu "sveitó", við tókum öll eftir því hvað væri rólegt þarna. Ég væri samt alveg til í að fara þarna aftur, þetta er stórmerkileg borg. Magnað hvað vel hefur tekist að endurreisa borgina eftir að hún var bókstaflega lögð í rúst í seinni heimsstyrjöldinni...þó byggingarnar séu í gömlum stíl þá sést að þær hafa ekki orðið fyrir veðrun síðustu 300 árin enda nýrri af nálinni en það. Ég var komin heim um ellefu leytið, algjörlega uppgefin. "Amma" fór strax í að finna til kvöldmatinn handa mér og Manon og Luïc borðuðu með mér eftirmat. Þau voru ákveðin í að kíkja út en voru síðan alveg jafn uppgefin og ég svo förinni var ekki heitið lengra en í bólið..eins og þau segja á frönsku: "Je vais faire do-do." Haha, ég sagði þeim að þetta hefði klárlega ekki sömu merkingu á íslenskunni fögru :p
Sunnudagur: Ég lufsaðist á fætur um 10 leytið, ansi lúin líkamlega en með sól í sinni eins og ávallt. Þar sem veðrið var prima var planið að fara eitthvert og flatmaga. Christel sagði okkur að kíkja í Botanischer Garten sem er víst undurfagur garður með alls konar plöntum. Síðan datt henni allt í einu í hug að Tierpark væri kannski skemmtilegri. Við hváðum, Tierpark? Was ist das? Þá sagði hún okkur að í A-Berlín væri dýragarður sem væri þrisvar sinnum stærri en Der Zoo en enginn vissi af af því hann er í A-Berlín. Uss, við höfðum aldrei heyrt um þetta svo við ákváðum að skella okkur í aðra dýragarðsferð. Ég getsko fullvissað ykkur um að Tierpark er miklu betri en Der Zoo! Miklu fleiri dýr og m.a.s að segja höll líka! Kannski ekki alveg jafn ferðamannavænn og hinn en ef áhugi er fyrir dýrum þá mæli ég hiklaust með Tierpark. Við eyddum 4 klst í að rölta þarna um og náðum ekki einu sinni að fara um allan garðinn..echt stór garður. Eftir alla þessa göngu ákváðum við að við yrðum að flatmaga aðeins. Hittum Marie "am Strand" (aka við árbakkann) á uppáhaldsstrandbarnum okkar og lágum þar í notalegheitum þangað til hungrið svarf að. Þá héldum við heim í átið, mmm fengum fisk! Mikið var ég hamingjusöm með það, bara búin að fá fisk einu sinni áður hérna. Annars verður án efa gott að leggja höfuðið á koddann í kvöld. Helgin búin að vera viðburðarrík og þar af leiðandi nokkuð lýjandi. En echt skemmtileg líka :) Ég er m.a.s. búin að taka smá lit (og ekki bara rauðan).
Nú eru 12 dagar til stefnu. Eins og staðan er núna langar mig virkilega ekki heim. Jújú, það verður gott að sofa í sínu rúmi, geta borðað e-ð annað en þýskan ömmumat, andað að sér hreinu lofti og drekka ískalt vatn. En það væri svo frábært ef ég gæti gert allt þetta í Berlín :/ Ég hlakka til að hitta vinina og fjölskylduna...en það verður líka traurig að yfirgefa vinina hér. Fattaði það bara á föstudaginn þegar hluti af Svissaragenginu hélt á heim á leið..það var ansi erfitt að kveðja þau þó ég hefði bara þekkt þau í nokkrar vikur. En svona er þetta. Ég ætla að njóta síðustu viknanna minna hér. Flatmaga í sólinni og njóta menningarinnar. Kíkja á söfn og versla. Svo kem ég heim í rólegheitin og fæ menningarsjokk.
Komið gott í bili. Risaknús og kossar til allra :*
Lára
P.S. Furðusjónin: Þegar við vorum á Gemäldegalerie var alveg að loka, til að gefa það til kynna rölti kona um safnið og sló í gong. Mér fannst þetta alveg snilld, væri til í að fá að gera þetta í minni vinnu. Aha svo sá ég líka ekta sveita-Þjóðverja í Dresden, með yfirvaraskegg sem sveigðist upp á endunum..mig langaði eiginlega að spyrja hann hvort hann ætti ekki örugglega Lederhosen. Þýskar matarvenjur: Aspas er ansi vinsæll hérna, var verið að selja hann frisch vom Spreewald þarna í Dresden. Ég var líka í bókabúð um daginn og sá að í deildinni með matreiðslubókum var ansi stórt safn af bókum um aspas. Jahá.
Athugasemdir
Já hvað sagði ég? Dresden er bara snilld. Við Hildur vorum samt þarna í rigningu og skítaveðri (þú hefur séð myndirnar af spössunum tveimur
) Pólverjar og aðrir austur-Evrópu búar flykkjast til Þýskalands til að fá vinnu við að taka upp aspas þegar það kemur tími á það því það þarf að handtína hann. Fróðleikskorn í boði Elínar!
Bis bald!
Elín (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 19:48
Sæl gaman hjá þér um helgina í blíðunni, það er ekki svona gott hér en það eru komin lömb. Báru 2 í gær svo var ég vakandi hálfa nóttina, þannig að svefnleysið byrjar strax. Ég skal reyna að senda myndir eða læt bróðir þinn gera það.
heyrumst stóóórt knúúús frá öllum
Mamma (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 20:25
Hae skvisa og gaman ad heyra tessa ferdasogu, vaeri alveg til i ad kikja til Dresden. En úff alveg 20ºc hiti, tad er rosalegt, hér á laugardaginn fór hann nú ekki upp í nema 30ºc!! Hehe, en haettum tessum vedrahitameting;) ...sakna tin ekkert sma mikid og get ekki bedid eftir tví ad heyra alla ferdasoguna i smaatridum og sja myndir-myndir-myndir;p Heyrumst saeta mín:*
Tinnulius;) (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.