28.4.2008 | 19:02
Leb, als wollst du täglich sterben, schaff, als wollst du ewig leben.
Hallo meine liebe Freunde in Island!
"Skyldi maður verða leiður á því til lengdar að vera til?" Svo söng Nýdönsk hér um árið. Ég held að svarið við þessari spurningu sé einfaldlega: Nei. Auf jedenfalls ekki í Berlín þessa dagana. Í þessu veðri er ekki hægt annað en að gleðjast yfir dásemd lífsins og liggja í sólinni allan daginn. Ég er yfirmáta hamingjusöm hérna og finnst afskaplega sárt að ég skuli bara eiga 11 daga eftir. Ég þarf að fara að skipuleggja síðustu daga mína svo tíminn fari ekki til spillis og ég nái að gera allt sem mig langar að gera. En annars er ágætt að njóta sólarinnar einhvers staðar á grænum bletti og gleyma öllum vandamálum heimsins, njóta bara lífsins.
Skólinn...úff ég er komin með upp í kok á honum. Þetta er svo langweilig að ég hef enga lyst lengur á að fara í skólann. Eins og ég segi langar mig bara að leika næstu 11 daga. Á eflaust eftir að "gera smá blátt" (blaumachen = skrópa) áður en yfir lýkur. Annars fékk ég nýjan kennara í dag. Hún er faziniert af Íslandi síðan hún las bók eftir Arnald Indriðason og langar, nei ætlar sagði hún, að fara til Íslands einn góðan veðurdag. Já, segið svo að krimmasögur séu ekki góð landkynning. Veit ekki af hverju en allir eru svo ótrúlega heillaðir af íslenskum "Familienname" (eftirnafn). Þeim finnst það alveg einstaklega sérstakt að allir í fjölskyldunni hafi sitthvert eftirnafnið..en já litla Ísland er víst skrítið og skemmtilegt. Ég hef samt gaman að því að fræða hina fávitru og trúið mér, þau þurfa á fræðslu að halda. Allir halda að Ísland sé bara einangruð lítil skítaeyja úti í hafi og við vitum ekki neitt um neitt. Það er oft svolítið móðgandi þó það sé bara vegna fávisku þegar ég er spurð hvort hitt og þetta sé líka á Íslandi...mestmegnis hlutir sem mér finnst svo sjálfsagðir og venjulegir að ég hef ekki pælt í því hvort einhversstaðar sé þetta ekki hluti af hversdagslífinu. En svona er þetta bara, ég held bara áfram að vera dugleg við landkynninguna.
Eftir þennan furchtbar (hræðilega) skóladag fórum við Marie, Emilie og Camille að borða áður en ég og Marie skunduðum að Denkmal des Holocausts (minnismerki um Helförina). Við fórum síðan að Reichstag og lágum þar á grasblettinum í ansi langan tíma, nutum sólarinnar og spjölluðum um allt og ekkert. Þegar við fengum leið á aðgerðaleysinu fórum við til Prenzlauer Berg að skoða "secondhand" búðirnar sem eru þar í fjöldatali, röltum á Kastanienallee og þar í kring. Settumst síðan á kaffihús og brostum aðeins meira framan í sólina áður en haldið var heim á leið. Ansi notalegur dagur. Aldrei að vita nema við gerum e-ð í kvöld, kæró hennar Manon missti af fluginu sínu í dag svo hann hefur eitt óvænt aukakvöld í Berlín. Eins og "amma" spurði mig áðan: "Geht ihr dann ins Carambar heute?" Alveg síðan við fórum á Carambar eitt kvöldið (kaffihús/bar á Alex) hefur hún hlegið að þessu nafni..henni finnst þetta alveg ótrúlega fyndið. Já, hún "amma" er alveg stórkostleg. Hennar mun ég sakna, en helvítis hundurinn má..já best að segja ekki meira. Þið getið lokið þessari setningu sjálf. Óþolandi kvikindi!
Já, 11 dagar til stefnu. Ég er lúmskt farin að hlakka til að koma heim. Heim í vorið, heim í sveitina á uppáhaldsárstímanum mínum. Það er fátt jafn yndislegt og að liggja andvaka uppi í rúmi á bjartri íslenskri sumarnóttu og heyra ekkert nema einstaka jarm í lambi. Ahhh hlakka til að njóta íslensku sumarnæturinnar...þetta sumar verður prima :)
Nah ja, hafið það gott meine Lieblinge. Ich vermisse euch und kann kaum auf das warten, euch alle wiedersehen und umarmen!
Bis später,
Lara "mit dem schönen Familienname"
p.s. Furðusjónin: Auglýsing um lyf gegn harðlífi. Ég veit ekki hvað er málið með þetta! Af hverju eru þessi lyf auglýst svona mikið? Ætli Þjóðverjar þjáist almennt mikið af harðlífi? Sennilega ef tekið er tillit til matarins, Wurst, Brot und Bier eru nú ekki það besta fyrir meltinguna. En þessi auglýsing, mægður að spjalla um vandamál með hægðir, brosandi og dóttirin svo þakklát þegar móðirin kom hendi færandi með þetta lyf. Ja wohl, ich verstehe das nicht, aber die Deutsche sind ja manchmal ganz verrückt.
Athugasemdir
oh músin mín, ég sakna þín líka!
Æh kúkurinn þinn - nú langar mig líka að vera heima í vor og sumar!
Reykjavík er kúkur
Btw. segðu öllum þessum Íslandssjúku Þjóðverjum að hringja í mig þegar þeim vantar hótel á Íslandi.
Bis bald
Elín (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:54
Tad maetti bara halda ad du vaerir ad sja solina i fyrsta skipti..hehe..en ja njota hennar medan madur getur. Allt allt of litid eftir madur, eg er allavega engan vegin tilbuin ad fara heim..uff!! Bara gera tad sem vid erum nu bestar ad gera, skipuleggja..jeje. Hafdu tad gott saeta min. (Reyndi ad setja broskalla en virkar ekki i tovlum her)
Tinna (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 06:41
Ég verð nú alveg nett öfundsjúk þegar maður er í próflestri og les svo um þitt ljúfa líf í Berlín!
Njóttu þessa seinustu daga vel! 
Helga Björg (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 12:06
Þetta er svoldið fyndið hvað fólk veit lítið um Ísland einsog hvað við vitum margt:)
En já ég trú því vel að þér hlakki til að komast í vorið og sveitasælun heima á Íslandi..
Annars segji ég bara njóttu þessa tíma sem þú átt eftir þarna úti.. og ekki
láta eitthvað hund kvikindi fara í taugarnar á þér hehehe....
Bjarni Freyr (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 23:51
iss þú verður bara tönuð i drasl ef þú verður mikið lengur í þessari sól heyrist mér
Gunnar S (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.