3.5.2008 | 19:12
Kinder und Betrunkene sagen die Wahrheit
Hallo!
Jæja, best að standa sig í blogginu þessa síðustu daga. Eftir viku mun ég ekki lengur hripa niður skemmtisögur frá Deutschland, af þeirri einföldu ástæðu að ég verð ekki lengur í Deutschland :( Ævintýrið verður búið og við tekur grámyglan. Noh ég er bara orðin jafn svartsýn og echt Deutsche. Nei, segi svona...við tekur gleðin í vorsólinni á Fróni.
Síðustu dagar hafa verið hinir rólegustu. 1. maí var mehr oder weniger (meira eða minna) laus við óeirðir, allir vandræðagemlingarnir héldu til Hamborgar þetta árið. Gerðist svo sem ekki mikið hjá mér heldur þann daginn, kíkti á Bode Museum. Mæli ekki með því nema fólk hafi sérstakan áhuga á trúarlegri list. Allavega var ég fegin að hafa farið þarna á fimmtudagskvöldi (frítt inn). Síðan fórum við Manon að sjálfsögðu út að hlaupa, ótrúlega duglegar. Bara búnar að skrópa einu sinni (í gær) vegna heiftarlegra harðsperra. En "amma" er allavega búin að ná der Hinweis (vísbendingunni) og tekur örlítið meira tillit til áhyggja okkar af línunum. Í gær gerðist ekkert...í dag fór ég á Deutsches historisches Museum. Það var ansi áhugavert, fullt af hlutum frá upphafi þess sem kalla má Þýskaland og að falli múrsins. Gaman, gaman. Sólin skein í heiði svo ég flatmagaði aðeins í Lustgarten áður en við tókum brjálaðan skokkarahálftíma. Hmhm, næstu daga mun ég sennilega ekki gera neitt nema versla. Fékk þvílíkan svip frá Manon þegar ég sagði henni að hugsanlega myndi ég skrópa e-ð í skólanum til að versla. Hún trúði varla að ég ætlaði að vera svona ósamviskusöm..hún hélt að ég ætti þetta ekki til. Get nú sagt ykkur að ef ég er með prik í rassinum þá eru sumar þessar Svissaragellur sem ég hef kynnst með staur. Útskýrist seinna augliti til auglitis.
Já, verð nú að segja að þegar svona stutt er eftir er ég komin með smá tilhlökkunarfiðring í mallakút. Hlakka til að koma heim og anda að mér fersku íslensku lofti. Á samt eftir að sakna Berlínar sárt. Vildi að ég gæti pakkað henni niður og skellt henni upp eins og tjaldi þegar "Fernweh" (útþrá) grípur mig. Stundum grípur mig undarleg tilfinning þegar ég rölti um göturnar, mig langar einhvern veginn að faðma Berlín að mér af eintómri væntumþykju til borgarinnar. Veit að þegar ég horfi yfir Berlín úr flugvélinni wird mir das Herz schwer (verður mér þungt um hjarta...segir maður þetta svona á íslensku?).
Aha á meðan ég man. Ef einhver á lausa stund á milli 22 og miðnættis þann 9. maí næstkomandi, hefur aðgang að bíl, er staddur á höfuðborgarsvæðinu og hefur óútskýranlega þörf til að rúnta út á flugvöll einmitt á fyrrnefndum tíma þá má hinn sami endilega kippa mér með í leiðinni. Hafið í huga að þessi aðili verður sá fyrsti sem ég hitti og mun því fá risaknús og upplifa eins og eitt gleðitár og fyrstu tilraunir mínar til að tala íslensku á ný. Gæti orðið svolítið fyndið.
Jæja, bis später!
Die Lara
P.S. Furðusjónin: "Amma" að reyna að koma DVD-spilaranum sínum í gang. Hún var einhvern veginn búin að rugla öllu, hvorki Manon né ég gátum hjálpað (enda ég með eindæmum tæknifötluð). Endaði með því að hún hringdi í ihr Enkel (barnabarn), gargaði aðeins á hann í símann áður en hann kom og reddaði þessu fyrir gömlu konuna. Já, það er ávallt stuð á heimilinu.
Athugasemdir
Hæ skvísa mín:* Það er aldeilis sem þú ert búin að vera dugleg að heimsækja söfnin í Berlin, enda um að gera;) ..Hverjum hefði samt dottið í hug að þú myndir fara að skrópa í skólanum til að fara að versla..hahaha;) en já hafðu það gott sæta, sakna þín ótrúlega mikið:*
Tinna (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 11:43
Ég er nú bara ekki viss um að ég verði á svæðinu - mig langar agalega mikið að fara heim til ma&pa og gera allt sem ég gat ekki um páskana. Svona af því það er löng helgi. Hvenær ætlar þú austur? En ef ég fer ekki þá kem ég auðvitað að sækja litla greyið mitt!
Elín (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 20:31
Heyrðu ég skal koma og sækja þig músin mín!
Höddi var víst búin að bjóða fólki í mat á um helgina án þess að fatta að þetta væri hvítasunnuhelgin og við værum búin að ákveða að fara austur (ekki eins og ég hafi kveikt á perunni heldur!
)
Elín (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 10:07
Gott mál, ég var að því komin að afbóka flugið mitt og vera áfram hér um óákveðinn tíma þar sem enginn virtist sýna því áhuga að koma og taka á móti mér. En jæja, þú (Elín) færð þá risaknús á fös.kvöldið :)
Berlínarbúinn (í 4 daga til viðbótar) (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 14:46
Vá þú ert dugleg á söfnunum.. Við nenntum aldrei á söfn. Of gott veður.
Fór reyndar á "hauptbahnhof" safnið núna í apríl með skólanum, það var flott.
Og ég er ánægð með þig að ætla að skrópa til að versla. Því það er jú fátt ánægjulegra en falleg föt. Við fórum í allar humana búðirnar (sama hve illa lyktandi þær voru) og svo gat maður líka eytt í H&M og allskonar spennandi hönnunarbúðum.
Sigríður frænka (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.