5.5.2008 | 19:45
Manchmal wird man ein bisschen verwirrt
Tag!
Þá er síðasta vikan byrjuð. Trúi ekki að ég sé að fara heim. Hvernig er eiginlega hægt að snúa aftur? Er líf eftir Berlín? :'(
Skóladagurinn var ágætur og auðveldur. Ég lærði ný skemmtileg orð á borð við: "Streichholzschachtel" (eldspýtnapakki). Ansi flókið orð og kennarinn lét okkur því öll reyna að segja það. Haha hinir reyndu, ég gat og var sú eina sem fékk hrós fyrir framburð minn (ég alltaf hógværðin uppmáluð). Í seinni kennslustundinni ræddum við um uppfinningar 20. aldarinnar og í því samhengi barst pillan til tals (auf deutsch: Anti-Baby-Pille, ekkert verið að fegra þetta neitt). Hahaha einkahúmor minn kemur sjálfri mér oftar en ekki í einen kleinen bobba. Einhverjir þarna úti fatta þetta grín (þeir sem hafa fengið að heyra skemmtilegu vinnusögurnar mínar frá Café Paris) og geta því ímyndað sér viðbrögð mín þegar ég heyrði þetta orð á ný. Lára litla átti bágt með að halda aftur af hlátrinum :) Að sjálfsögðu sá enginn annar neitt fyndið við þetta svo ég fékk að njóta mín sem manneskjan með furðuhúmorinn. Ahh gaman að því.
Veðrið er með besta móti þessa dagana, sólin skín dag eftir dag og gleður okkur hér í Berlín eftir ansi napran apríl. Gærdagurinn var snilld. Byrjaði kannski ekkert sérlega vel, ég pirripú og langaði helst að öskra á hana Manon mína þar sem við stóðum í Potsdam og veltum fyrir okkur hvernig heimurinn sneri eiginlega. Já, við drifum okkur nefnilega til Potsdam í gær (bær/borg í ca. klst. fjarlægð með S-Bahn frá Berlín). En sólin skein í heiði og þegar við vorum búnar að átta okkur á tilverunni og komnar í Park Sanssouci var ekki hægt annað en að gleðjast yfir lífinu. Um þennan undursamlega stað á jarðkringlunni get ég ekki annað sagt en: "Mensch, ist es wahnsinnig schön, oder?!" Á þessu landsvæði sem kallast Park Sanssouci er fjöldinn allur af höllum. Við röltum um garðinn á milli hallanna, nutum blíðunnar og bulluðum heil ósköp. Villtumst smá en fundum Schloss Sanssouci að lokum. Ef þið minnist þess sem ég sagði um Schloss Charlottenburg, gleymið því! Ég ætla miklu frekar að búa í Schloss Sanssouci! Þarna er svo fallegt að mér er orða vant til að lýsa því. Echt wunderschön! Ég og Manon ákváðum að þarna yrðu framtíðarheimili okkar; hún í Neues Palais og ég í Schloss Sanssouci. Það síðasta sem við gerðum var að fara í túristabúðina og kaupa póstkort með verðandi heimilum okkar. Aldeilis skemmtilegur dagur.
Í dag hófst síðan verslunarmaraþonið sem mun standa yfir þessa vikuna. Schade að eyða fallegum degi inni í Alexa Kaufhof en svona er þetta bara. Uss og krónukvikindið! Í gær var evran 115 kr en í dag skyndilega 118 kr.! Er þetta pirrandi eða hvað? Skórnir sem ég keypti í dag hefðu verið 120 kr ódýrari í gær! Nah ja, læt þetta nú ekki stoppa mig.
Bis später..fer nú að verða hálftilgangslaust að blogga, en jæja, held ótrauð áfram allt til endalokanna.
Tschüssi :*
Lara
Athugasemdir
Hahaha tetta anti-baby pill daemi;)
..en já haltu endilega ótraud áfram med bloggeríid og hafdu tad sem allra best tessa sidustu daga;) kvedja frá Barcelona;p
Tinna:)
Tinna (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 08:32
híhí - úglendingar skilja ekki íslenskan húmor, við erum of rugluð fyrir þetta lið!
Síjú on friday! Knús
Elín (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 10:35
Hahaha - skemmtileg færsla
Vá hvað það er langt síðan ég las síðast, sorry með það. En school is very busy (og svo hafa þýsku orðin hrætt mig aðeins í burtu þegar ég opna bloggið)
En jæja - hvort er það sem þú kemur til baka á föstudaginn eða laugardaginn ??? plísplís segðu föstudaginn...
Magga (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 15:37
Hvernig var það, ætlaðiru ekki að vera duglega að blogga síðustu dagana?
Elín (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 11:52
Hæ berlínarfari
Ætlaði bara rétt svona að minna þig á að það er núna mjög stutt í að þú hittir bestuvínkonu þína
Svo vildi ég bara segja þér að ég var á cp að fá mér latté og sá þú veist hvern, og ef þú hefðir áhuga á að vita það þá líta sumir bara vel út
komnir með nýja klippingu og örugglega verið duglegir í ljósum
hehe bara svona smávegis einkaskilaboð hehe og örugglega ekki skemmtilegt fyrir aðra að lesa... en hlakka til að sjá þig snúllan mín og hafðu gaman síðustu dagana í Berlín
Systa (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.