7.5.2008 | 18:16
Überraschung! Heute essen wir Spreewaldgurken :)
Guten Abend!
Jahérna, nur 2 dagar eftir í hinni fögru Berlín. Þá tekur við kuldi, vinna og vorgleði. Gaman að því að upplifa tvö vor þetta árið. Ég er búin að sjá trén laufgast í Deutschland og geri slíkt hið sama heima á Fróni. Annars er ég ekki sérlega ánægð með veðurspána fyrir komandi helgi. Rigning og rok. Uss, manni er aldeilis boðið upp á blíðu við heimkomuna. En prima veður fyrir ferðasögu yfir kaffibolla :)
Ég hef tekið því nokkuð rólega þessa vikuna, finnst einhvern veginn eins og ég eigi að vera á hlaupum um Berlín að gera allt sem ég hef ekki gert. En satt best að segja er ég komin með nóg. Ég er búin að klára túristakvótann fyrir Berlín (í bili, þangað til næst). Ég er tilbúin að fara heim. Búin að sjá það sem var á mínum "to do" lista, þó hér sé reyndar endalaust hægt að bæta við hann.
Alveg komin með upp í kok á skólanum. Mæti samt samviskusamlega fyrir utan að ég skrópaði eftir hádegi í gær til að pína VISA-kortið mitt aðeins. Það tókst með eindæmum vel. Tölti út úr Alexu kát í bragði hlaðin innkaupapokum. Eftir innkaupin mín fórum við Manon í Tiergarten til að sleikja sólina aðeins. Fundum okkur indælan stað við árbakkann og lágum þar í makindum fram að kvöldmat. Þá tók átið við. Vá, hvað ég er fegin að vera að losna undan þessari kvöð að þurfa alltaf að éta á mig gat af kurteisi. Nú (eftir tæpar 6 vikur af ofáti) er það reyndar orðið svo að auðveldara er að éta þessi ósköp svo ég verð sennilega alltaf svöng þegar ég sný aftur í eðlilega matarskammta. En mikið hlakka ég til að finna hungurtilfinninguna á ný.
Í dag gerðist harla fátt. Skóladagurinn var ekkert sérlega skemmtilegur. Þurftum að semja ræðu sem við eigum að flytja á morgun. Mitt verkefni var að skrifa stúdentaræðu, held mér hafi tekist ágætlega upp en það kemur í ljós á morgun. Eftir skóla og hádegismat héldum við Manon og Camille á okkar ástkæra "strandbar" og sátum þar með svaladrykk í hönd fram að kvöldmat. Sólin var ansi sterk svo ætli ég hafi ekki sólbrunnið pínupons. Allt í lagi með það, bruni verður brúnka. "Amma" tók það sérstaklega fram að hún hefði skammtað okkur lítið í dag af því það er svo heitt. Jájá fengum bara RISAstykki af omelettu og "delikatessen Gurken aus dem Spreewald" dazu (með). Þegar hún sagði að þessar hræðilega útlítandi gúrkur væru aus dem Spreewald átti ég bágt með mig...Tinni fattar af hverju ;) Horfið á myndina "Goodbye Lenin" og þá skiljiði hvers vegna.
Framundan er meiri sólarsleiking, síðustu skóladagarnir og að pakka niður. Það verður nú meiri hausverkurinn, úff. Þeir sem þekkja mig vita að mér fylgir mikið drasl, kann ekki að "travel light". Hugsaði m.a.s. í S-Bahninu áðan þegar ég sá tvo bakpokaferðalanga: "Mensch, þetta gæti ég aldrei. Hvernig í ósköpunum koma þau ÖLLU dótinu sínu í einn bakpoka?" Ég þyrfti sennilega þrjá.
Ég er næstum farin að titra af eftirvæntingu, svo mikið hlakka ég til að koma heim. Veit ég ætti sennilega að njóta síðustu daganna betur en eins og ég segi þá er ég komin með nóg. Ég fæ alltaf leið á öllu eftir ákveðinn tíma, sama hvað það er. Þegar nýjabrumið er farið er leiðinn fljótur að taka við. Jájá sumir eru gallaðaðri en aðrir, svoleiðis er lífið bara. Mikið hlakka ég til að stíga fæti á íslenska grundu, sjá kunnugleg andlit og knúsa alla svo fast að þeir eiga erfitt með að draga andann. Engar áhyggjur, ég sleppi áður en þið verðið blá (hoho þessi sorahúmor, kannski ekki skrítið að enginn skilji þessa kaldhæðni). Talandi um íslenska kaldhæðni. Um daginn var ég enn og aftur með landkynningu og talið barst að Laxness. Kennarinn minn sagðist eitt sinn hafa ætlað að lesa bók eftir hann en hætt eftir fyrstu línu sem hljóðaði víst svo: "Það besta sem kemur fyrir í lífi barns er að móðir þess deyr." Veit ekki hvaða bók þetta var eða hvort hún er að rugla, ekki mikill Laxness sérfræðingur. Ég reyndi allavega að útskýra fyrir konugreyinu að þarna væri líkalega hin íslenska kaldhæðni á ferð. Hún náði þessu engan veginn.
Jæja, nú fer að líða að því að ég geti sagt ykkur sögur augliti til auglitis. Veit ekki hvort annað blogg mun líta dagsins ljós enda stutt eftir. Brátt fer tölvan ofan í tösku. Fyrir þá sem eru ekki vissir þá kem ég heim seint á föstudagskvöldið. Hlakka til að sjá ykkur!
Bis bald,
Die Lara (sem brátt verður Lára aftur)
P.S. Furðusjónin: Talandi páfagaukur sem heitir Louis og segir HOLA! Þegar við sátum á "strandbarnum" kom allt í einu fólk með stóran hvítan páfagauk í farteskinu, hann vakti mikla lukku meðal annarra gesta. Gaman að þessu kvikindi. Ein þjónustustúlkan var þó ekki sammála. Hún var skíthrædd..hnjehnje!
Athugasemdir
Ahahaha..Spreewaldgurken:D Fyndið þú sért búin að fá að prófa það..jeje;) Já heyri að þú ert farin að hlakka mikið að komast heim enda einungis tveir dagar í það:O Ætli það sé samt ekki dálítið skárra en að langa ekkert að fara heim:/ Páfagaukurinn spænskur eða..tihi:) Annars er ég farin að sakna illilega mikið að spjalla við þig og get því ekki beðið eftir því að hitta þig og eiga ángægjulega dags-/kvöldstund með þér og ræða útlönd í friði;) Góða heimferð sæta mín;p
kv.Tinna litla besta vinkona, BCN:)
Tinna (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 18:40
Spreewald gurken hehehe!
Sko systir góð - það er ekkert mál að hafa allt dótið sitt í bakpoka! Been there, done that!
Lofaðu samt að brjóta ekki í mér rifbein (er orðin soldið hrædd þar sem ég hitti þig fyrst)
Elín (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.